Best að sleppa áfenginu alveg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. mars 2025 20:33 Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu er meðal þeirra sem hefur uppfært ráðleggingar Landlæknis um mataræði. Þar er í fyrsta skipti ráðlegging varðandi áfengi þar sem kemur fram að allra best sé að sleppa því. Vísir/ívar Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. Samkvæmt uppfærðum ráðleggingum Landlæknis um mataræði á að neyta allt að átta ávaxta og grænmetis á dag. Borða fisk um þrisvar í viku en minna af rauðu kjöti. Fólki er ráðlagt að neyta mjólkurvara og taka D- vítamín á hverjum degi. Drekka mikið vatn og takmarka neyslu á sætindum og snakki. Í fyrsta skipti er fólki ráðlagt að drekka lítið eða ekkert áfengi. Loks eru orkudrykkir með koffíni og sætindum ekki fyrir börn og ungmenni samkvæmt þessum leiðbeiningum. Landlæknir hefur uppfært ráðleggingar sínar um mataræði frá árinu 2014.Vísir Best að sleppa áfenginu alveg Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni segir að markmiðið með ráðleggingunum sé að styðja við og bæta heilsu landsmanna og minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. „Opinberar ráðleggingar um mataræði hafa komið út alls fjórum sinnum síðan árið 1986. Nú er í fyrsta skipti fjallað um áfengi, orkudrykki, kaffi og te. Ráðlagt er að drekka eins lítið áfengi og mögulegt er eða sleppa því alveg. Neysla á því getur aukið líkur á krabbameini í meltingarvegi og brjóstum. Það getur leitt til lifrarsjúkdóma og er tengt aukinni dánartíðni og minni lífsgæðum,“ segir Jóhanna. Landlæknir ráðleggur fólki einnig að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, sælgæti, snakki, kökum, kexi og sætum drykkjum. Fólki er ráðlagt að drekka helst kranavatn. Þá er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki meira en fjóra kaffibolla á dag. „Mikil neysla á sykruðum drykkjum getur t.d. aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og tannskemmdum,“ segir hún. Ráðleggingar Landæknis hafa breyst umtalsvert frá árinu 2014.Vísir Jóhanna mælir með að fólk leiti eftir svokallaðri skrárgatsmerkingu á vörum þegar það gerir innkaup. „Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna og því getur verið gott að leita eftir þeirri merkingu. Skráargatið setur t.d. sérstök lágmarksskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu,“ segir hún. Fréttastofa fór með Jóhönnu í matvörubúð í dag og fékk ráðleggingar í matarinnkaupum. Hægt er að nálgast þær í fréttinni hér að neðan. Matur Verslun Heilsa Heilbrigðismál Áfengi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03 Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Samkvæmt uppfærðum ráðleggingum Landlæknis um mataræði á að neyta allt að átta ávaxta og grænmetis á dag. Borða fisk um þrisvar í viku en minna af rauðu kjöti. Fólki er ráðlagt að neyta mjólkurvara og taka D- vítamín á hverjum degi. Drekka mikið vatn og takmarka neyslu á sætindum og snakki. Í fyrsta skipti er fólki ráðlagt að drekka lítið eða ekkert áfengi. Loks eru orkudrykkir með koffíni og sætindum ekki fyrir börn og ungmenni samkvæmt þessum leiðbeiningum. Landlæknir hefur uppfært ráðleggingar sínar um mataræði frá árinu 2014.Vísir Best að sleppa áfenginu alveg Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni segir að markmiðið með ráðleggingunum sé að styðja við og bæta heilsu landsmanna og minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. „Opinberar ráðleggingar um mataræði hafa komið út alls fjórum sinnum síðan árið 1986. Nú er í fyrsta skipti fjallað um áfengi, orkudrykki, kaffi og te. Ráðlagt er að drekka eins lítið áfengi og mögulegt er eða sleppa því alveg. Neysla á því getur aukið líkur á krabbameini í meltingarvegi og brjóstum. Það getur leitt til lifrarsjúkdóma og er tengt aukinni dánartíðni og minni lífsgæðum,“ segir Jóhanna. Landlæknir ráðleggur fólki einnig að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, sælgæti, snakki, kökum, kexi og sætum drykkjum. Fólki er ráðlagt að drekka helst kranavatn. Þá er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki meira en fjóra kaffibolla á dag. „Mikil neysla á sykruðum drykkjum getur t.d. aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og tannskemmdum,“ segir hún. Ráðleggingar Landæknis hafa breyst umtalsvert frá árinu 2014.Vísir Jóhanna mælir með að fólk leiti eftir svokallaðri skrárgatsmerkingu á vörum þegar það gerir innkaup. „Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna og því getur verið gott að leita eftir þeirri merkingu. Skráargatið setur t.d. sérstök lágmarksskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu,“ segir hún. Fréttastofa fór með Jóhönnu í matvörubúð í dag og fékk ráðleggingar í matarinnkaupum. Hægt er að nálgast þær í fréttinni hér að neðan.
Matur Verslun Heilsa Heilbrigðismál Áfengi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03 Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03
Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44