Best að sleppa áfenginu alveg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. mars 2025 20:33 Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu er meðal þeirra sem hefur uppfært ráðleggingar Landlæknis um mataræði. Þar er í fyrsta skipti ráðlegging varðandi áfengi þar sem kemur fram að allra best sé að sleppa því. Vísir/ívar Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. Samkvæmt uppfærðum ráðleggingum Landlæknis um mataræði á að neyta allt að átta ávaxta og grænmetis á dag. Borða fisk um þrisvar í viku en minna af rauðu kjöti. Fólki er ráðlagt að neyta mjólkurvara og taka D- vítamín á hverjum degi. Drekka mikið vatn og takmarka neyslu á sætindum og snakki. Í fyrsta skipti er fólki ráðlagt að drekka lítið eða ekkert áfengi. Loks eru orkudrykkir með koffíni og sætindum ekki fyrir börn og ungmenni samkvæmt þessum leiðbeiningum. Landlæknir hefur uppfært ráðleggingar sínar um mataræði frá árinu 2014.Vísir Best að sleppa áfenginu alveg Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni segir að markmiðið með ráðleggingunum sé að styðja við og bæta heilsu landsmanna og minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. „Opinberar ráðleggingar um mataræði hafa komið út alls fjórum sinnum síðan árið 1986. Nú er í fyrsta skipti fjallað um áfengi, orkudrykki, kaffi og te. Ráðlagt er að drekka eins lítið áfengi og mögulegt er eða sleppa því alveg. Neysla á því getur aukið líkur á krabbameini í meltingarvegi og brjóstum. Það getur leitt til lifrarsjúkdóma og er tengt aukinni dánartíðni og minni lífsgæðum,“ segir Jóhanna. Landlæknir ráðleggur fólki einnig að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, sælgæti, snakki, kökum, kexi og sætum drykkjum. Fólki er ráðlagt að drekka helst kranavatn. Þá er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki meira en fjóra kaffibolla á dag. „Mikil neysla á sykruðum drykkjum getur t.d. aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og tannskemmdum,“ segir hún. Ráðleggingar Landæknis hafa breyst umtalsvert frá árinu 2014.Vísir Jóhanna mælir með að fólk leiti eftir svokallaðri skrárgatsmerkingu á vörum þegar það gerir innkaup. „Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna og því getur verið gott að leita eftir þeirri merkingu. Skráargatið setur t.d. sérstök lágmarksskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu,“ segir hún. Fréttastofa fór með Jóhönnu í matvörubúð í dag og fékk ráðleggingar í matarinnkaupum. Hægt er að nálgast þær í fréttinni hér að neðan. Matur Verslun Heilsa Heilbrigðismál Áfengi Tengdar fréttir Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03 Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Samkvæmt uppfærðum ráðleggingum Landlæknis um mataræði á að neyta allt að átta ávaxta og grænmetis á dag. Borða fisk um þrisvar í viku en minna af rauðu kjöti. Fólki er ráðlagt að neyta mjólkurvara og taka D- vítamín á hverjum degi. Drekka mikið vatn og takmarka neyslu á sætindum og snakki. Í fyrsta skipti er fólki ráðlagt að drekka lítið eða ekkert áfengi. Loks eru orkudrykkir með koffíni og sætindum ekki fyrir börn og ungmenni samkvæmt þessum leiðbeiningum. Landlæknir hefur uppfært ráðleggingar sínar um mataræði frá árinu 2014.Vísir Best að sleppa áfenginu alveg Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni segir að markmiðið með ráðleggingunum sé að styðja við og bæta heilsu landsmanna og minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. „Opinberar ráðleggingar um mataræði hafa komið út alls fjórum sinnum síðan árið 1986. Nú er í fyrsta skipti fjallað um áfengi, orkudrykki, kaffi og te. Ráðlagt er að drekka eins lítið áfengi og mögulegt er eða sleppa því alveg. Neysla á því getur aukið líkur á krabbameini í meltingarvegi og brjóstum. Það getur leitt til lifrarsjúkdóma og er tengt aukinni dánartíðni og minni lífsgæðum,“ segir Jóhanna. Landlæknir ráðleggur fólki einnig að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, sælgæti, snakki, kökum, kexi og sætum drykkjum. Fólki er ráðlagt að drekka helst kranavatn. Þá er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki meira en fjóra kaffibolla á dag. „Mikil neysla á sykruðum drykkjum getur t.d. aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og tannskemmdum,“ segir hún. Ráðleggingar Landæknis hafa breyst umtalsvert frá árinu 2014.Vísir Jóhanna mælir með að fólk leiti eftir svokallaðri skrárgatsmerkingu á vörum þegar það gerir innkaup. „Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna og því getur verið gott að leita eftir þeirri merkingu. Skráargatið setur t.d. sérstök lágmarksskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu,“ segir hún. Fréttastofa fór með Jóhönnu í matvörubúð í dag og fékk ráðleggingar í matarinnkaupum. Hægt er að nálgast þær í fréttinni hér að neðan.
Matur Verslun Heilsa Heilbrigðismál Áfengi Tengdar fréttir Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03 Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03
Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44