Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 10:28 Vaislav Torden eða Jan Petrovskij barðist sem málaliði bæði í Úkraínu og í Sýrlandi. AP/Markku Ulander Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015. Torden, fæddur 1987, er hálfur Rússi og hálfur Norðmaður og yfirlýstur ný-nasisti, samkvæmt frétt NRK. Hann barðist á árum áður með alræmdum hópi sem kallast „Rusich“ og barðist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Torden er talinn hafa verið einn af leiðtogum Rusich. Torden, sem gengur einnig undir nafninu Jan Petrovskij, bjó í Noregi milli 2004 til 2016 en var vísað úr landi þar sem hann var talinn ógna þjóðaröryggi Noregs. Eftir að hann barðist í Úkraínu fór Torden til Sýrlands þar sem hann gekk undir nafninu „Norðmaður“, eins og NRK hefur fjallað ítarlega um áður. Birti mynd af sér með logandi líki Hann var sakfelldur í fjórum ákæruliðum fyrir stríðsglæpi og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Það þýðir að hann geti sóst eftir reynslulausn eftir tólf ára fangelsisvist. Hann var ákærður í fimm liðum en einn þeirra var felldur niður af dómstólnum. Samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands (YLE) var Torden dæmdur fyrir aðkomu sína að árásum á úkraínska hermenn í Luhansk í Úkraínu þann 5. september 2014. Hann er sagður hafa banað að minnsta kosti einum hermanni, tekið myndir af líkinu og birt á samfélagsmiðlum, með skilaboðum um að meðlimir Rusich myndu ekki sýna neina miskunn. Eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og hernámu landsvæðið studdu þeir við bakið á aðskilnaðarsinnum í Dónetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu. Sá stuðningur var í formi hergagna, fjármagns og manna, svo eitthvað sé nefnt. Rússneski herinn aðstoðaði aðskilnaðarsinnana með beinum hætti. Ákæran sem felld var niður sneri að því að Torden, sem var næstráðandi í Rusich, bæri ábyrgð á umsátri sem úkraínsku hermennirnir voru felldir í en fleiri hópar en Rusich tóku þátt í því. Umsátrið fór þannig fram að málaliðarnir og hinar sveitirnar sem börðust með aðskilnaðarsinnunum höfðu dregið úkraínska fánann að húni í varðstöð sem þeir héldu og þegar úkraínska hermenn bar að garði sátu þeir fyrir þeim. Torden var handtekinn í Finnlandi árið 2023 og var upprunalega sakaður um að brjóta innflytjendalög. Yfirvöld í Úkraínu höfðu farið fram á að Torden yrði framseldur en því höfnuðu Finnar. Ætlar að áfrýja YLE hefur eftir lögmanni Tordens að hann muni áfrýja dómnum, sem hafi komið málaliðanum fyrrverandi í opna skjöldu. Hann hefði ekki banað særðum úkraínskum hermönnum og ekki gefið skipun um að slíkt yrði gert. Lögmaðurinn segir Torden vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Finnland Noregur Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sýrland Hernaður Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Torden, fæddur 1987, er hálfur Rússi og hálfur Norðmaður og yfirlýstur ný-nasisti, samkvæmt frétt NRK. Hann barðist á árum áður með alræmdum hópi sem kallast „Rusich“ og barðist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Torden er talinn hafa verið einn af leiðtogum Rusich. Torden, sem gengur einnig undir nafninu Jan Petrovskij, bjó í Noregi milli 2004 til 2016 en var vísað úr landi þar sem hann var talinn ógna þjóðaröryggi Noregs. Eftir að hann barðist í Úkraínu fór Torden til Sýrlands þar sem hann gekk undir nafninu „Norðmaður“, eins og NRK hefur fjallað ítarlega um áður. Birti mynd af sér með logandi líki Hann var sakfelldur í fjórum ákæruliðum fyrir stríðsglæpi og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Það þýðir að hann geti sóst eftir reynslulausn eftir tólf ára fangelsisvist. Hann var ákærður í fimm liðum en einn þeirra var felldur niður af dómstólnum. Samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands (YLE) var Torden dæmdur fyrir aðkomu sína að árásum á úkraínska hermenn í Luhansk í Úkraínu þann 5. september 2014. Hann er sagður hafa banað að minnsta kosti einum hermanni, tekið myndir af líkinu og birt á samfélagsmiðlum, með skilaboðum um að meðlimir Rusich myndu ekki sýna neina miskunn. Eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og hernámu landsvæðið studdu þeir við bakið á aðskilnaðarsinnum í Dónetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu. Sá stuðningur var í formi hergagna, fjármagns og manna, svo eitthvað sé nefnt. Rússneski herinn aðstoðaði aðskilnaðarsinnana með beinum hætti. Ákæran sem felld var niður sneri að því að Torden, sem var næstráðandi í Rusich, bæri ábyrgð á umsátri sem úkraínsku hermennirnir voru felldir í en fleiri hópar en Rusich tóku þátt í því. Umsátrið fór þannig fram að málaliðarnir og hinar sveitirnar sem börðust með aðskilnaðarsinnunum höfðu dregið úkraínska fánann að húni í varðstöð sem þeir héldu og þegar úkraínska hermenn bar að garði sátu þeir fyrir þeim. Torden var handtekinn í Finnlandi árið 2023 og var upprunalega sakaður um að brjóta innflytjendalög. Yfirvöld í Úkraínu höfðu farið fram á að Torden yrði framseldur en því höfnuðu Finnar. Ætlar að áfrýja YLE hefur eftir lögmanni Tordens að hann muni áfrýja dómnum, sem hafi komið málaliðanum fyrrverandi í opna skjöldu. Hann hefði ekki banað særðum úkraínskum hermönnum og ekki gefið skipun um að slíkt yrði gert. Lögmaðurinn segir Torden vera fórnarlamb pólitískra ofsókna.
Finnland Noregur Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sýrland Hernaður Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent