Körfubolti

Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru oft sprengingar í United Center en fánarnir sluppu þar til Disturbed mætti á svæðið.
Það eru oft sprengingar í United Center en fánarnir sluppu þar til Disturbed mætti á svæðið. vísir/getty

Það er ekki sjón að sjá meistarafána Chicago Bulls eftir að þungarokkshljómsveitin Disturbed hélt tónleika á heimavelli þeirra.

Allir alvöru tónleikar eru með eld og sprengjur. Það var engin undantekning á því á þessum tónleikum.

Vandamálið var aftur á móti að það var fullmikið af eldi og sprengjum. Svo mikið að meistarafánarnir skemmdust mikið og þurfti að taka þá niður. Einhverjir sérfræðingar eru nú í því að reyna að bjarga þeim.

Fánarnir eru sex talsins og komu allir á þeim tíma sem Michael Jordan drottnaði yfir NBA-deildinni.

Samkvæmt Bulls mun það taka langan tíma að laga fánana en stefnt er því að þeir verði klárir er úrslitakeppni deildarinnar hefst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×