Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 19:05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem foreldri hafði óvart læst kveikiláslykla að bíl sínum inni í bifreiðinni og barnið með. Lögregla kom á vettvang og braut framrúðu á bílnum að ósk eiganda ökutækisins til að koma barninu, og lyklunum, úr bílnum. Þetta var meðal verkefna lögreglumanna á lögreglustöð fjögur sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Þeir fóru einnig, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, ásamt slökkviliði í heimahús vegna reykskynjara í gangi og reyklykt sem barst frá íbúð. Þar inni reyndist verið að brenna reykelsi í blómapotti sem brunnið hafði niður. Mikill reykur barst frá pottinum en enginn eldur logaði. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú höfðu einnig í nógu að snúast í dag en þeir sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að bregðast við óvenjulega langri bílaröð við þvottastöð sem varð svo löng að hún stöðvaði umferð á nálægum götum. Svo virðist sem sólskinsveðrið sem leikið hefur við höfuðborgarbúa í dag hafi gert mörgum bílaeigendum það skyndilega ljóst hve skítugir bílar þeirra voru orðnir. Þeir fóru líka á vettvang þegar tilkynnt var um hund læstan inni í bifreið með alla glugga lokaða. Enginn hundur reyndist vera inni í bílnum þegar lögreglu bar að garði. Lögreglustöð eitt barst fjöldinn allur af tilkynningum en hún sinnir verkefnum miðsvæðis í Reykjavík. Lögreglumönnum þar barst meðal annars tilkynning um bein sem fundust í fjörunni í Nauthólsvík. Lögregla fór á vettvang og athugaði málið, niðurstaðan var sú að beinið væri sennilegast úr hval og alls ekki mannabein. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögregla kom á vettvang og braut framrúðu á bílnum að ósk eiganda ökutækisins til að koma barninu, og lyklunum, úr bílnum. Þetta var meðal verkefna lögreglumanna á lögreglustöð fjögur sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Þeir fóru einnig, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, ásamt slökkviliði í heimahús vegna reykskynjara í gangi og reyklykt sem barst frá íbúð. Þar inni reyndist verið að brenna reykelsi í blómapotti sem brunnið hafði niður. Mikill reykur barst frá pottinum en enginn eldur logaði. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú höfðu einnig í nógu að snúast í dag en þeir sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að bregðast við óvenjulega langri bílaröð við þvottastöð sem varð svo löng að hún stöðvaði umferð á nálægum götum. Svo virðist sem sólskinsveðrið sem leikið hefur við höfuðborgarbúa í dag hafi gert mörgum bílaeigendum það skyndilega ljóst hve skítugir bílar þeirra voru orðnir. Þeir fóru líka á vettvang þegar tilkynnt var um hund læstan inni í bifreið með alla glugga lokaða. Enginn hundur reyndist vera inni í bílnum þegar lögreglu bar að garði. Lögreglustöð eitt barst fjöldinn allur af tilkynningum en hún sinnir verkefnum miðsvæðis í Reykjavík. Lögreglumönnum þar barst meðal annars tilkynning um bein sem fundust í fjörunni í Nauthólsvík. Lögregla fór á vettvang og athugaði málið, niðurstaðan var sú að beinið væri sennilegast úr hval og alls ekki mannabein.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira