Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 16:06 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Maxim Shemetov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. Þetta er meðal þess sem Pútín sagði á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Pútín sagði einnig að rússneskir hermenn væru í framsókn á öllum hlutum víglínunnar og sagði óljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn vopnahléi á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann sagði hugmyndina um vopnahlé góða og að hann myndi mögulega ræða málið frekar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. BREAKING: "We agree with the proposals for the ceasefire" Vladimir Putin says he agrees with proposals for ceasefire - but adds he has questions and Russia 'now on offensive in all areas'Live updates ➡️ https://t.co/Wiud9uEwWB📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/f5SgPkYGVo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2025 Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Yfirmaður Financial Times i Moskvu segir ummæli Pútíns til marks um að hann hafi ekki látið af kröfum sínum. Sjá einnig: Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Pútín fjallaði einnig um ástandið í Kúrsk, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi síðustu daga. Sagði hann þá Úkraínumenn sem væru þar enn standa fyrir tveimur valmöguleikum. Að gefast upp eða falla. Þá velti hann vöngum yfir því hvað þrjátíu daga vopnahlé fæli í sér fyrir þá hermenn. „Þýddi það að þeir fari allir? Ættum við að sleppa þeim eftir að þeir hafa framið fjölmarga glæpi?“ Sjá einnig: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Hann sagði einnig að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Pútín sagði á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Pútín sagði einnig að rússneskir hermenn væru í framsókn á öllum hlutum víglínunnar og sagði óljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn vopnahléi á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann sagði hugmyndina um vopnahlé góða og að hann myndi mögulega ræða málið frekar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. BREAKING: "We agree with the proposals for the ceasefire" Vladimir Putin says he agrees with proposals for ceasefire - but adds he has questions and Russia 'now on offensive in all areas'Live updates ➡️ https://t.co/Wiud9uEwWB📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/f5SgPkYGVo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2025 Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Yfirmaður Financial Times i Moskvu segir ummæli Pútíns til marks um að hann hafi ekki látið af kröfum sínum. Sjá einnig: Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Pútín fjallaði einnig um ástandið í Kúrsk, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi síðustu daga. Sagði hann þá Úkraínumenn sem væru þar enn standa fyrir tveimur valmöguleikum. Að gefast upp eða falla. Þá velti hann vöngum yfir því hvað þrjátíu daga vopnahlé fæli í sér fyrir þá hermenn. „Þýddi það að þeir fari allir? Ættum við að sleppa þeim eftir að þeir hafa framið fjölmarga glæpi?“ Sjá einnig: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Hann sagði einnig að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02