Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 16:06 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Maxim Shemetov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. Þetta er meðal þess sem Pútín sagði á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Pútín sagði einnig að rússneskir hermenn væru í framsókn á öllum hlutum víglínunnar og sagði óljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn vopnahléi á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann sagði hugmyndina um vopnahlé góða og að hann myndi mögulega ræða málið frekar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. BREAKING: "We agree with the proposals for the ceasefire" Vladimir Putin says he agrees with proposals for ceasefire - but adds he has questions and Russia 'now on offensive in all areas'Live updates ➡️ https://t.co/Wiud9uEwWB📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/f5SgPkYGVo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2025 Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Yfirmaður Financial Times i Moskvu segir ummæli Pútíns til marks um að hann hafi ekki látið af kröfum sínum. Sjá einnig: Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Pútín fjallaði einnig um ástandið í Kúrsk, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi síðustu daga. Sagði hann þá Úkraínumenn sem væru þar enn standa fyrir tveimur valmöguleikum. Að gefast upp eða falla. Þá velti hann vöngum yfir því hvað þrjátíu daga vopnahlé fæli í sér fyrir þá hermenn. „Þýddi það að þeir fari allir? Ættum við að sleppa þeim eftir að þeir hafa framið fjölmarga glæpi?“ Sjá einnig: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Hann sagði einnig að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Pútín sagði á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Pútín sagði einnig að rússneskir hermenn væru í framsókn á öllum hlutum víglínunnar og sagði óljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn vopnahléi á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann sagði hugmyndina um vopnahlé góða og að hann myndi mögulega ræða málið frekar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. BREAKING: "We agree with the proposals for the ceasefire" Vladimir Putin says he agrees with proposals for ceasefire - but adds he has questions and Russia 'now on offensive in all areas'Live updates ➡️ https://t.co/Wiud9uEwWB📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/f5SgPkYGVo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2025 Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Yfirmaður Financial Times i Moskvu segir ummæli Pútíns til marks um að hann hafi ekki látið af kröfum sínum. Sjá einnig: Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Pútín fjallaði einnig um ástandið í Kúrsk, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi síðustu daga. Sagði hann þá Úkraínumenn sem væru þar enn standa fyrir tveimur valmöguleikum. Að gefast upp eða falla. Þá velti hann vöngum yfir því hvað þrjátíu daga vopnahlé fæli í sér fyrir þá hermenn. „Þýddi það að þeir fari allir? Ættum við að sleppa þeim eftir að þeir hafa framið fjölmarga glæpi?“ Sjá einnig: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Hann sagði einnig að Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahlé til að fylla upp í raðir sínar og tryggja birgðir hersveita. Úkraínumenn mættu ekki nota vopnahléið til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. Hann nefndi ekki að Rússar yrðu háðir sambærilegum skilyrðum.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02