Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2025 11:12 Foreldrar í Bakkahverfinu í Breiðholti eru hræddir um börnin sín og hafa verið í mörg ár. Vísir/Vilhelm Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu. Hermann Austmar hefur undanfarin ár reynt að vekja athygli borgaryfirvalda á ástandi í 7. bekk í Breiðholtsskóla þar sem dóttir hans er meðal nemenda. Hann hefur lýst því að fámennur hópur drengja ráði ríkjum og önnur börn verði fyrir andlegu, líkamlegu og jafnvel kynferðislegu ofbeldi. Reykjavíkurborg er meðvituð um vandann og Hermann segist vita að ýmislegt sé rætt á bak við tjöldin. Hvað börnin varði hafi engar sýnilegar breytingar orðið; hvorki til að hjálpa börnum sem verði fyrir ofbeldi eða gerast ítrekað sek um ofbeldi. Enn ein hópárásin hafi orðið í hverfinu í gærkvöldi. „Drengur var úti að leika sér á hjólabretti og var tæklaður í jörðina, kallaður öllum illum nöfnum, laminn og sparkað í hann. Þetta er ekki fyrsta árásin sem þetta barn lendir í. Einn af drengjunum sem réðst á hann var heppinn að drepa ekki barn í 5. bekk fyrr á skólaárinu. Þessi þróun er eingöngu vegna vanrækslu Breiðholtsskóla og Barnaverndar Reykjavíkur við að taka á ofbeldisvanda hjá þessum börnum,“ segir Hermann. Um enn eitt atvikið sé að ræða í stanslausri hrinu ofbeldis og þjófnaðar þegar komi að ungum börnum í Breiðholtinu. Fjallað hefur verið um hópárásir barna og unglinga í bæði Mjóddinni og Smáralind undanfarnar vikur. „Það er einhver lukka að hingað til hafi ekkert barn verði drepið í einhverri árásinni. Börn og jafnvel foreldrar þeirra upplifa sig óörugg í Breiðholtinu vegna ungra barna í vanda sem enginn virðist ætla að aðstoða. Ætlum við sem samfélag ekki að kveikja ljósin fyrr en barn liggur í valnum hér í Breiðholti?“ spyr Hermann. „Börnin sem standa á bakvið þessa hrinu ofbeldis eru orðnir góðkunningjar lögreglunnar og það liggur við að þau séu leidd heim til sín í handjárnum í hverri viku. Þessi börn eiga rétt á því að það sé stigið fast niður í þeirra málum og þeim veitt einhver aðstoð.“ Hermann segir í samtali við Vísi hugsi yfir því að engar breytingar hafi verið gerðar í Breiholtsskóla þótt ýmsir hafi stigið fram og lofað öllu fögru. Hann viti til þess að borgarfulltrúar hafi fundað með Steini Jóhannssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í gær en hann viti ekkert hvað hafi komið út úr þeim fundi. Steinn sagði um miðjan febrúar fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi sé í Breiðholtsskóla. Hermann segir nokkra foreldra hafa hist í Breiðholtinu í gær til að ræða ástandið. Á meðan fundi stóð átti fyrrnefnd árás sér stað. „Það er mikil bakgrunnsvinnsla í gangi en það er engin niðurstaða. Það er enn þá verið að lemja börn,“ segir Hermann. Hann eigi einn níu ára son sem honum detti ekki í hug að hleypta út. „Það er verið að ráðast á börn niðri í Mjódd liggur við vikulega.“ Tvær til þrjár vikur eru síðan barn varð fyrir þjófum í Mjódd sem létu ekki af barsmíðum sínum þótt búið væri að hafa verðmæti af barninu. „Lögregla er búin að auka samfélagslöggæslu og eru mikið í hverfinu,“ segir Hermann. Eitt hafi verið handtekið í enn eitt skiptið í gær. Og skilað heim til sín. „Barnið er eiginlega rauði þráðurinn í þessu. Það kom heim í handjárnum í lögreglufylgd í gær,“ segir Hermann en viti ekki hvers vegna. „Maður veltir fyrir sér hversu oft máttu berja og stela af einhverjum áður en þér er kippt út,“ segir Hermann og veltir fyrir sér viðbrögðum Barnaverndar. Hún sé alveg týnd í þessu máli „Þetta hefur verið vandamál síðan börnin voru á leikskóla á einu tilteknu heimili. Það er eins og það sé eitthvað hik af því að fólkið er erlent,“ segir Hermann. „Við höfum séð börn tekin af íslenskum foreldrum fyrir mun minna en þetta.“ Hegðunin breytist ekkert. „Ef barnavernd er að gera eitthvað þá er það ekki að hafa nein áhrif. Það eru svo mörg ár liðin og örugglega komnar nokkur hundruð tilkynningar vegna eins barns. Og það er enn að koma heim til sín í lögreglufylgd.“ Hermann er langþreyttur á ástandinu, foreldrar tali um að vilja flytja burt úr hverfinu og velti fyrir sér af hverju það fái ekki að lifa eðlilegu lífi í þessu hverfi Reykjavíkur. Reykjavík Lögreglumál Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Hermann Austmar hefur undanfarin ár reynt að vekja athygli borgaryfirvalda á ástandi í 7. bekk í Breiðholtsskóla þar sem dóttir hans er meðal nemenda. Hann hefur lýst því að fámennur hópur drengja ráði ríkjum og önnur börn verði fyrir andlegu, líkamlegu og jafnvel kynferðislegu ofbeldi. Reykjavíkurborg er meðvituð um vandann og Hermann segist vita að ýmislegt sé rætt á bak við tjöldin. Hvað börnin varði hafi engar sýnilegar breytingar orðið; hvorki til að hjálpa börnum sem verði fyrir ofbeldi eða gerast ítrekað sek um ofbeldi. Enn ein hópárásin hafi orðið í hverfinu í gærkvöldi. „Drengur var úti að leika sér á hjólabretti og var tæklaður í jörðina, kallaður öllum illum nöfnum, laminn og sparkað í hann. Þetta er ekki fyrsta árásin sem þetta barn lendir í. Einn af drengjunum sem réðst á hann var heppinn að drepa ekki barn í 5. bekk fyrr á skólaárinu. Þessi þróun er eingöngu vegna vanrækslu Breiðholtsskóla og Barnaverndar Reykjavíkur við að taka á ofbeldisvanda hjá þessum börnum,“ segir Hermann. Um enn eitt atvikið sé að ræða í stanslausri hrinu ofbeldis og þjófnaðar þegar komi að ungum börnum í Breiðholtinu. Fjallað hefur verið um hópárásir barna og unglinga í bæði Mjóddinni og Smáralind undanfarnar vikur. „Það er einhver lukka að hingað til hafi ekkert barn verði drepið í einhverri árásinni. Börn og jafnvel foreldrar þeirra upplifa sig óörugg í Breiðholtinu vegna ungra barna í vanda sem enginn virðist ætla að aðstoða. Ætlum við sem samfélag ekki að kveikja ljósin fyrr en barn liggur í valnum hér í Breiðholti?“ spyr Hermann. „Börnin sem standa á bakvið þessa hrinu ofbeldis eru orðnir góðkunningjar lögreglunnar og það liggur við að þau séu leidd heim til sín í handjárnum í hverri viku. Þessi börn eiga rétt á því að það sé stigið fast niður í þeirra málum og þeim veitt einhver aðstoð.“ Hermann segir í samtali við Vísi hugsi yfir því að engar breytingar hafi verið gerðar í Breiholtsskóla þótt ýmsir hafi stigið fram og lofað öllu fögru. Hann viti til þess að borgarfulltrúar hafi fundað með Steini Jóhannssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, í gær en hann viti ekkert hvað hafi komið út úr þeim fundi. Steinn sagði um miðjan febrúar fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi sé í Breiðholtsskóla. Hermann segir nokkra foreldra hafa hist í Breiðholtinu í gær til að ræða ástandið. Á meðan fundi stóð átti fyrrnefnd árás sér stað. „Það er mikil bakgrunnsvinnsla í gangi en það er engin niðurstaða. Það er enn þá verið að lemja börn,“ segir Hermann. Hann eigi einn níu ára son sem honum detti ekki í hug að hleypta út. „Það er verið að ráðast á börn niðri í Mjódd liggur við vikulega.“ Tvær til þrjár vikur eru síðan barn varð fyrir þjófum í Mjódd sem létu ekki af barsmíðum sínum þótt búið væri að hafa verðmæti af barninu. „Lögregla er búin að auka samfélagslöggæslu og eru mikið í hverfinu,“ segir Hermann. Eitt hafi verið handtekið í enn eitt skiptið í gær. Og skilað heim til sín. „Barnið er eiginlega rauði þráðurinn í þessu. Það kom heim í handjárnum í lögreglufylgd í gær,“ segir Hermann en viti ekki hvers vegna. „Maður veltir fyrir sér hversu oft máttu berja og stela af einhverjum áður en þér er kippt út,“ segir Hermann og veltir fyrir sér viðbrögðum Barnaverndar. Hún sé alveg týnd í þessu máli „Þetta hefur verið vandamál síðan börnin voru á leikskóla á einu tilteknu heimili. Það er eins og það sé eitthvað hik af því að fólkið er erlent,“ segir Hermann. „Við höfum séð börn tekin af íslenskum foreldrum fyrir mun minna en þetta.“ Hegðunin breytist ekkert. „Ef barnavernd er að gera eitthvað þá er það ekki að hafa nein áhrif. Það eru svo mörg ár liðin og örugglega komnar nokkur hundruð tilkynningar vegna eins barns. Og það er enn að koma heim til sín í lögreglufylgd.“ Hermann er langþreyttur á ástandinu, foreldrar tali um að vilja flytja burt úr hverfinu og velti fyrir sér af hverju það fái ekki að lifa eðlilegu lífi í þessu hverfi Reykjavíkur.
Reykjavík Lögreglumál Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira