Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 10:35 Það er á forgangslista stjórnvalda vestanhafs að koma jarðefnaeldsneytisframleiðslu aftur í fullan gang, þvert á það sem unnið hefur verið að síðustu ár. Getty/Universal Images/Jim West Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki. Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum. Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Til stendur að vinda ofan af mörgum mikilvægustu lögum landsins er varða umhverfis- og heilsuvernd. „Frá kosningabaráttunni til fyrsta dags og þar á eftir hefur Trump forseti staðið við loforð sín um að sleppa beislinu í orkuframleiðslu og lækka kostnað neytenda. Við hjá EPA munum leggja okkar af mörkum til hinnar miklu endurkomu Bandaríkjanna,“ segir Lee Zeldin, yfirmaður EPA í nýju myndskeiði. Hann segir standa til að vinda ofan af regluverki sem hafi haft „kæfandi“ áhrif á efnahagslífið og kostað Bandaríkjamenn milljarða dala. Zeldin segir komið að því að binda enda á „græna svindlið“ og að stofnunin hyggist gera sitt til að stuðla að „hinni gullnu öld bandarískrar velgengni“. Hann nefnir aldrei umhverfisvernd eða lýðheilsusjónarmið í myndskeiðinu. Stærsta aðgerðin sem Zeldin boðar er að afnema lagalegan rétt EPA til að setja reglur um losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta felur í sér endurskoðun vísindalegra staðreynda sem stjórnvöld vestanhafs hafa margstaðfest með yfirlýsingum, lögum og reglum. EPA var veitt umrædd heimild á þeim forsendum að mannkyninu stæði ógn af hlýnun jarðar, sem væri tilkomin vegna losunar gróðurhúsaloftegunda. Þessu til viðbótar stendur til að afnema ýmsar takmarkanir á mengun, svo sem frá bílum og kolabrennslu, afnema vernd votlendis og svokallaða „góði nágranninn“ reglu, sem kveður á um að ríki þurfi að grípa til að gerða til að mengun frá þeim hafi ekki skaðvænleg áhrif í öðrum ríkjum. Þá mun stofnunin ekki lengur þurf að taka tillit til samfélagslegs kostnaðar af völdum náttúruhamfara eða hlýnunar við stefnumörkun sína, svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfur hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti grafið undan aðgerðum Bandaríkjanna í loftslagsmálum með því að frysta fjárframlög til loftslagsverkefna og standa fyrir uppsögnum vísindamanna í loftslagsmálum. Þá virðist eiga að kúvenda frá þeirri stefnu að stuðla að orkuskiptum.
Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Donald Trump Veður Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira