Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. mars 2025 11:36 Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn skammt á veg komna. Vísir/Anton Brink og Stöð 2 Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. Eins og fram hefur komið fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu eftir komu á spítala. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn tekinn í Þorlákshöfn þar sem hópur fólks gekk í skrokk á honum og beitti hann fjárkúgun. Eftir það var hann tekinn til Reykjavíkur þar sem hópurinn hélt áfram að gang í skrokk á honum. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem notaður var, samkvæmt heimildum, til að ferja manninn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. „Rannsóknin er enn á frumstigum og það er enn verið að ná utan um málsatvik. Þannig já, hún er skammt á veg komin,“ segir Jón Gunnar og að lögregla sé enn að fara yfir það hvort þau krefjist gæsluvarðhalds. Þið hafið þá frest væntanlega til eftir hádegis eða eitthvað svoleiðis? „Já, það er mismunandi eftir hverjum og einum einstakling.“ Fram kom í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi að hún hefði notið liðsinnis annarra lögregluembætta og ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. Önnur embætti aðstoða með handtökur og tæknimál „Við höfum notið aðstoðar þessara embætta við rannsókna og ástæður fyrir því eru misjafnar. Hvort sem það er tæknilegs eðlis eða vegna handtaka eða eitthvað slíkt. Það er af mjög mismunandi toga og ekki óalgengt að við njótum aðstoðar hvors annars, embættin.“ Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Fimm voru handtekin nær hádegi og svo þrír seinni part eða um kvöldið. Í hópi þeirra handteknu er, samkvæmt heimildum fréttastofu, þekktur ofbeldismaður. Þá hefur einnig, samkvæmt heimildum, verið talað um tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu mánuði. Málið er þó aðeins talið tengjast fjárkúgun. Jón Gunnar segist á þessu stigi ekki geta svarað því hvort gerendur tengist tálbeituhópum eða hvort í hópnum sé þekktur ofbeldismaður. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. „Það má alveg búast við því að það verði fleiri tilkynningar í dag en það hefur ekkert verið ákveðið með neitt slíkt. Við munum jafnt og þétt setja tilkynningar á netið.“ Lögreglumál Ölfus Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41 Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu eftir komu á spítala. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn tekinn í Þorlákshöfn þar sem hópur fólks gekk í skrokk á honum og beitti hann fjárkúgun. Eftir það var hann tekinn til Reykjavíkur þar sem hópurinn hélt áfram að gang í skrokk á honum. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem notaður var, samkvæmt heimildum, til að ferja manninn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. „Rannsóknin er enn á frumstigum og það er enn verið að ná utan um málsatvik. Þannig já, hún er skammt á veg komin,“ segir Jón Gunnar og að lögregla sé enn að fara yfir það hvort þau krefjist gæsluvarðhalds. Þið hafið þá frest væntanlega til eftir hádegis eða eitthvað svoleiðis? „Já, það er mismunandi eftir hverjum og einum einstakling.“ Fram kom í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi að hún hefði notið liðsinnis annarra lögregluembætta og ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. Önnur embætti aðstoða með handtökur og tæknimál „Við höfum notið aðstoðar þessara embætta við rannsókna og ástæður fyrir því eru misjafnar. Hvort sem það er tæknilegs eðlis eða vegna handtaka eða eitthvað slíkt. Það er af mjög mismunandi toga og ekki óalgengt að við njótum aðstoðar hvors annars, embættin.“ Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Fimm voru handtekin nær hádegi og svo þrír seinni part eða um kvöldið. Í hópi þeirra handteknu er, samkvæmt heimildum fréttastofu, þekktur ofbeldismaður. Þá hefur einnig, samkvæmt heimildum, verið talað um tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu mánuði. Málið er þó aðeins talið tengjast fjárkúgun. Jón Gunnar segist á þessu stigi ekki geta svarað því hvort gerendur tengist tálbeituhópum eða hvort í hópnum sé þekktur ofbeldismaður. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. „Það má alveg búast við því að það verði fleiri tilkynningar í dag en það hefur ekkert verið ákveðið með neitt slíkt. Við munum jafnt og þétt setja tilkynningar á netið.“
Lögreglumál Ölfus Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41 Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41
Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01