Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar 10. mars 2025 21:03 Taflan sýnir hvernig æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli Íslands, hafði eina milljón og sextíu þúsund krónur af ”viðskiptavini” í spilavítum sínum á tveimur sólarhringum. Þarna gefur að líta bankayfirlit spilafíkils frá því í júlí á árinu 2017. Uppfært samkvæmt verðlagsþróun væri upphæðin nú talsvert hærri. Þetta fórnarlamb Háskólans var mætt að morgni dags 11. júlí kukkan 9: 21 og spilar strax frá sér 30 þúsund krónum. Fer til afgreiðslumanns og fær tekið út af korti sínu átta mínútum síðar og spilar þá enn frá sér 30 þúsund krónum, næst er það 25 þúsund krónur og síðan koll af kolli. Um kvöldið er spilafíkillinn búinn að koma víða við í stuðningi sínum við Háskólann og er nú kominn í sal Háspennu og spilar þar frá sér 50 þúsund krónum klukkan 20:54, tveimur tímum seinna fjúka 40 þúsud til viðbótar. Þegar yfir lauk var allt féð uppurið – því aldrei er hætt fyrr en svo er – 1.060.000 kr. horfnar. Þetta kom fram í erindi Ölmu Hafsteins, formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn, á hédegisfundi sem samtökin stóðu fyrir í sal Þjóðminjasafnsins í byrjun vikunnar í aðdraganda rektorskjörs við skólann. Á fundinum talaði einnig Heather Wardle fræðimaður við Glasgow háskóla í fjarbúnaði en hún flutti mjög áhugavert erindi um skaðsemi fjárhættuspila.´ Þá ávarpaði fundinn Lenya Rún, lögfræðingur, en hún flutti tillögu á sínum tíma í Stúdentaráði sem kvað á um lokun spilakassa háskólans. Var hún samþykkt og stendur sú samþykkt enn því Stúdentaráð hefur ekki breytt þeirri afstöðu. Kristján Jónasson stærðfræðingur og kennari við HÍ stýrði fundinum sem ég held að sé óhætt að fullyrða að hafi haft áhrif á alla þá sem lögðu sig fram um að innbyrða og skilja til botns það sem fram kom á fundinum. Hafi ég einhvern tímann verið sannfæðrur um að rekstraraðilum fjárhættuspilakassa skuli gert að loka þeim þegar í stað þá var það nú. Aðeins einn rekstorsframbjóðenda mætti á fundinn, Magnús Karl Magnússon og tók hann til máls og mæltist vel. Einhverjir munu hafa boðað forföll af óviðráðanlegum ástæðum. Samtök áhugafólks um spilafíkn boðuðu á fundinum að allir frambjóðenda til rektors yrðu spurðir um afstöðu sína til fjárhættuspilareksturs háskólans. Skildist mér að farið yrði fram á afdráttarlaus svör. Sem upphitun mættu þeir horfa á bankayfilitið að ofan.Varla þarf frekari orð.Þó hefur þetta legið ljóst fyrir í rúm þrjátíu ár.En gæti verið að nú yrðu kaflaskil? Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Taflan sýnir hvernig æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli Íslands, hafði eina milljón og sextíu þúsund krónur af ”viðskiptavini” í spilavítum sínum á tveimur sólarhringum. Þarna gefur að líta bankayfirlit spilafíkils frá því í júlí á árinu 2017. Uppfært samkvæmt verðlagsþróun væri upphæðin nú talsvert hærri. Þetta fórnarlamb Háskólans var mætt að morgni dags 11. júlí kukkan 9: 21 og spilar strax frá sér 30 þúsund krónum. Fer til afgreiðslumanns og fær tekið út af korti sínu átta mínútum síðar og spilar þá enn frá sér 30 þúsund krónum, næst er það 25 þúsund krónur og síðan koll af kolli. Um kvöldið er spilafíkillinn búinn að koma víða við í stuðningi sínum við Háskólann og er nú kominn í sal Háspennu og spilar þar frá sér 50 þúsund krónum klukkan 20:54, tveimur tímum seinna fjúka 40 þúsud til viðbótar. Þegar yfir lauk var allt féð uppurið – því aldrei er hætt fyrr en svo er – 1.060.000 kr. horfnar. Þetta kom fram í erindi Ölmu Hafsteins, formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn, á hédegisfundi sem samtökin stóðu fyrir í sal Þjóðminjasafnsins í byrjun vikunnar í aðdraganda rektorskjörs við skólann. Á fundinum talaði einnig Heather Wardle fræðimaður við Glasgow háskóla í fjarbúnaði en hún flutti mjög áhugavert erindi um skaðsemi fjárhættuspila.´ Þá ávarpaði fundinn Lenya Rún, lögfræðingur, en hún flutti tillögu á sínum tíma í Stúdentaráði sem kvað á um lokun spilakassa háskólans. Var hún samþykkt og stendur sú samþykkt enn því Stúdentaráð hefur ekki breytt þeirri afstöðu. Kristján Jónasson stærðfræðingur og kennari við HÍ stýrði fundinum sem ég held að sé óhætt að fullyrða að hafi haft áhrif á alla þá sem lögðu sig fram um að innbyrða og skilja til botns það sem fram kom á fundinum. Hafi ég einhvern tímann verið sannfæðrur um að rekstraraðilum fjárhættuspilakassa skuli gert að loka þeim þegar í stað þá var það nú. Aðeins einn rekstorsframbjóðenda mætti á fundinn, Magnús Karl Magnússon og tók hann til máls og mæltist vel. Einhverjir munu hafa boðað forföll af óviðráðanlegum ástæðum. Samtök áhugafólks um spilafíkn boðuðu á fundinum að allir frambjóðenda til rektors yrðu spurðir um afstöðu sína til fjárhættuspilareksturs háskólans. Skildist mér að farið yrði fram á afdráttarlaus svör. Sem upphitun mættu þeir horfa á bankayfilitið að ofan.Varla þarf frekari orð.Þó hefur þetta legið ljóst fyrir í rúm þrjátíu ár.En gæti verið að nú yrðu kaflaskil? Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar