Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 15:03 George Clooney á kynningarviðburði á Broadway þann 6. febrúar síðastliðinn. Bruce Glikas/WireImage/Getty Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Þar kemur fram að myndir hafi náðst af leikaranum með nýju klippinguna þar sem hann var í hádegismat með eiginkonu sinni og mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney í New York. Mynd má sjá neðst í fréttinni. Miðillinn greinir frá því að George Clooney fari nú með hlutverk hins goðsagnakennda blaðamanns Edward R. Murrow í uppsetningu á söngleik í Broadway sem byggður er á tuttugu ára kvikmyndinni Good Night, And Good Luck. Myndin er um baráttu Murrow við þingmanninn Joseph McCarthy og rannsóknir þess síðarnefnda er beindust gegn meintum kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Kynningarmyndband um leikritið. Clooney leikstýrði myndinni á sínum tíma en lét sér þá nægja aukahlutverkið. David Straithairn fór þá með hlutverk blaðamannsins en Patricia Clarkson, Robert Downey Jr. og Jeff Daniels fóru einnig með hlutverk í myndinni. Leikritið verður frumsýnt þann 3. apríl næstkomandi. Leikarinn hefur áður sagt frá því að hann væri ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að lita hár sitt vegna sýningarinnar. Það væri eiginkona hans ekki heldur. „Konan mín mun hata þetta af því að það er ekkert sem lætur þig líta út fyrir að vera meira gamall heldur en að lita á þér hárið. Börnin mín munu hlæja að mér viðstöðulaust,“ sagði leikarinn meðal annars við New York Times um málið. George Clooney trades his silver fox hair for new color while out to lunch with wife Amal https://t.co/8jTQHMyPQw pic.twitter.com/eIxznk7c44— Page Six (@PageSix) March 10, 2025 Hollywood Hár og förðun Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six. Þar kemur fram að myndir hafi náðst af leikaranum með nýju klippinguna þar sem hann var í hádegismat með eiginkonu sinni og mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney í New York. Mynd má sjá neðst í fréttinni. Miðillinn greinir frá því að George Clooney fari nú með hlutverk hins goðsagnakennda blaðamanns Edward R. Murrow í uppsetningu á söngleik í Broadway sem byggður er á tuttugu ára kvikmyndinni Good Night, And Good Luck. Myndin er um baráttu Murrow við þingmanninn Joseph McCarthy og rannsóknir þess síðarnefnda er beindust gegn meintum kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Kynningarmyndband um leikritið. Clooney leikstýrði myndinni á sínum tíma en lét sér þá nægja aukahlutverkið. David Straithairn fór þá með hlutverk blaðamannsins en Patricia Clarkson, Robert Downey Jr. og Jeff Daniels fóru einnig með hlutverk í myndinni. Leikritið verður frumsýnt þann 3. apríl næstkomandi. Leikarinn hefur áður sagt frá því að hann væri ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að lita hár sitt vegna sýningarinnar. Það væri eiginkona hans ekki heldur. „Konan mín mun hata þetta af því að það er ekkert sem lætur þig líta út fyrir að vera meira gamall heldur en að lita á þér hárið. Börnin mín munu hlæja að mér viðstöðulaust,“ sagði leikarinn meðal annars við New York Times um málið. George Clooney trades his silver fox hair for new color while out to lunch with wife Amal https://t.co/8jTQHMyPQw pic.twitter.com/eIxznk7c44— Page Six (@PageSix) March 10, 2025
Hollywood Hár og förðun Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira