Þrjú banaslys á fjórum dögum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2025 19:01 Fjögur banaslys hafa orðið í umferðinni á sautján dögum, þar af þrjú á síðustu fjórum dögum. Vísir/Vilhelm Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar síðastliðinn þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag, tveimur vikum síðar, varð alvarlegt slys við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegar eitt. Þar skullu rúta og jepplingur saman og lést barn á öðru aldursári sem var um borð í jepplingnum. Fjögur banaslys hafa orðið á rúmum tveimur og hálfri viku. Vísir/Sara Í gær varð svo annað alvarlegt slys við Flúðir. Tveir bílar skullu saman og lést þar einn maður, búsettur í Hrunamannahrepp. Upp úr hádegi í dag lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Fjórir voru um borð í bílunum. Þrír þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og sá fjórði var úrskurðaður látinn á vettvangi. „Það virðist vera að tvö ökutæki koma úr gagnstæðum áttum og rekast saman með þessum afleiðingum. Allt tiltækt lið kallað til frá öllu Austurlandi,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi. Í öðrum bílnum voru tveir ferðamenn og í hinum tveir Íslendingar. Aðstæður á vettvangi voru góðar, bjart og vegurinn var þurr. „Vegurinn er enn þá lokaður og verður lokaður fram á kvöld á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þó að björgunaraðgerðum sé lokið er vettvangsrannsóknin eftir og er í gangi,“ segir Hjalti. Fréttastofa hefur engar upplýsingar um hvernig aðdragandi hinna slysanna þriggja var, eða hvernig aðstæður voru á vettvangi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir þennan árstíma þó geta verið hættulegan í umferðinni. Ökumenn eigi það til að vanmeta aðstæður í björtu vetrarveðri. „Það er líka oft launhált á þessum árstíma. Sólbráðin sem oft er á malbiki frýs að næturlagi og svo er bara bráðnun á snjó og klaka og vegum svolítið ójöfn. Stundum eru hálkublettir, til dæmis þar sem sólin nær ekki að skína á veginn,“ segir Haraldur. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.Vísir/Lýður Ökumenn þurfi að fara varlega. „Það er kannski einmitt við þessar aðstæður sem er mikilvægt að passa sig vel,“ segir Haraldur. Samgöngur Samgönguslys Veður Umferðaröryggi Lögreglumál Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Borgarbyggð Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar síðastliðinn þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag, tveimur vikum síðar, varð alvarlegt slys við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegar eitt. Þar skullu rúta og jepplingur saman og lést barn á öðru aldursári sem var um borð í jepplingnum. Fjögur banaslys hafa orðið á rúmum tveimur og hálfri viku. Vísir/Sara Í gær varð svo annað alvarlegt slys við Flúðir. Tveir bílar skullu saman og lést þar einn maður, búsettur í Hrunamannahrepp. Upp úr hádegi í dag lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Fjórir voru um borð í bílunum. Þrír þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og sá fjórði var úrskurðaður látinn á vettvangi. „Það virðist vera að tvö ökutæki koma úr gagnstæðum áttum og rekast saman með þessum afleiðingum. Allt tiltækt lið kallað til frá öllu Austurlandi,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi. Í öðrum bílnum voru tveir ferðamenn og í hinum tveir Íslendingar. Aðstæður á vettvangi voru góðar, bjart og vegurinn var þurr. „Vegurinn er enn þá lokaður og verður lokaður fram á kvöld á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þó að björgunaraðgerðum sé lokið er vettvangsrannsóknin eftir og er í gangi,“ segir Hjalti. Fréttastofa hefur engar upplýsingar um hvernig aðdragandi hinna slysanna þriggja var, eða hvernig aðstæður voru á vettvangi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir þennan árstíma þó geta verið hættulegan í umferðinni. Ökumenn eigi það til að vanmeta aðstæður í björtu vetrarveðri. „Það er líka oft launhált á þessum árstíma. Sólbráðin sem oft er á malbiki frýs að næturlagi og svo er bara bráðnun á snjó og klaka og vegum svolítið ójöfn. Stundum eru hálkublettir, til dæmis þar sem sólin nær ekki að skína á veginn,“ segir Haraldur. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.Vísir/Lýður Ökumenn þurfi að fara varlega. „Það er kannski einmitt við þessar aðstæður sem er mikilvægt að passa sig vel,“ segir Haraldur.
Samgöngur Samgönguslys Veður Umferðaröryggi Lögreglumál Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Borgarbyggð Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira