Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 15:41 Vinstra megin má sjá mynd sem er talin vera af rússneskum hermönnum í gaslögninni. Hægra megin má sjá slökkvistarf í Donetsk-héraði. Telegram/AP Sérsveitir rússneska hersins eru sagðar hafa gengið langa leið inni í gaslögn til að ráðast úr launsátri á úkraínskar hersveitir í Kúrsk-héraði. Úkraínumenn segjast hafa uppgötvað árás hermannanna í tæka tíð. AP og CNN fjalla um árásina sem er þáttur í gagnsókn Rússa til að endurheimta héraðið. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk í ágúst 2024 í stærstu árás á rússneskt landsvæði frá Seinni heimsstyrjöld. Á nokkrum dögum tókst úkraínskum hermönnum að taka yfir þúsund ferkílómetra landsvæðis og tóku mörg hundruð rússneskra stríðsfanga. Yfirlýst markmið Úkraínumanna með yfirtöku héraðsins var til að geta búið til hlutlaust svæði milli landanna, til að geta nýtt svæðið sem samningatæki og til að stöðva sókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Rússar hófu strax gagnsókn til að endurheimta héraðið. Eftir margra mánað átök eiga tugir þúsunda úkraínskra hermanna á hættu á að vera innikróaðir af meira en 50 þúsund hermönnum Rússa og Norður-Kóreu. Að sögn úkraínska bloggarans Yuri Podolyaka, sem er stuðningsmaður Rússa, gengu rússneskir sérsveitar-hermenn um fimmtán kílómetra leið eftir gaslögn, sem hafði þar nýlega verið notuð til að senda gas til Evrópu, til að koma aftan úkraínska hernum í bænum Súdsja. Einhverjir hermannanna hafi verið dögum saman í pípunum áður en þeir réðust til atlögu. Annar stríðsbloggari, sem styður Rússa og gengur undir nafninu Two Majors, sagði hörð átök vera hafin um Súdsja. Rússnesir hermenn hefðu komist inn í bæinn frá gaslögninni. Uppgötvuðu hermennina „í tæka tíð“ Úkraínski stríðsbloggarinn Yuriy Butusov sagði Rússa hafa komist inn í Súdsja án þess að drónar hefðu orðið þeirra varir og þannig náð að koma sér inn í stríðsfylkingu úkraínska hersins. Hins vegar sagði hann gaslögnina nú vera undir eftirliti Úkraínumanna og að verið væri að „útrýma“ rússneskum hermönnum. Butusov tók þó fram að rússneskir og norðurkóreskir hermenn hefðu töluverða yfirburði hvað varðaði fjölda og ræðust linnulaust á úkraínska herinn. Á rússneskum síðum Telegram er að finna myndir sem eru sagðar vera af sérsveitarmönnunum með gasgrímur. Myndir sem eru sagðar vera úr gaslögninni af rússneskum hermönnum. Herforingaráð Úkraínu staðfesti svo á laugardagseftirmiðdag að rússneskir „skemmdar- og árásarhópar“ hefðu notað gaslögnina til að ná fótfestu utan við Súdsja. Í telegram-færslu herforingjaráðsins sagði að Úkraínumenn hefðu uppgötvað árás rússnesku hermannanna „í tæka tíð“ og ráðist á þá með eldflaugum og stórskotaliði. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að hermenn hefðu náð yfirtökum yfir þorpinu Lebedevka sem er um tólf kílómetrum norðvestur af Súdsja. Ekki kom þó fram hvenær þeir hefðu tekið þorpið. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vann líklega stóran sigur í gær. Hann gerði það ekki á víglínunni í Úkraínu eða í Kúrsk, heldur á alþjóðasviðinu og hafa málpípur hans fagnað ákaft. 13. febrúar 2025 14:11 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
AP og CNN fjalla um árásina sem er þáttur í gagnsókn Rússa til að endurheimta héraðið. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk í ágúst 2024 í stærstu árás á rússneskt landsvæði frá Seinni heimsstyrjöld. Á nokkrum dögum tókst úkraínskum hermönnum að taka yfir þúsund ferkílómetra landsvæðis og tóku mörg hundruð rússneskra stríðsfanga. Yfirlýst markmið Úkraínumanna með yfirtöku héraðsins var til að geta búið til hlutlaust svæði milli landanna, til að geta nýtt svæðið sem samningatæki og til að stöðva sókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Rússar hófu strax gagnsókn til að endurheimta héraðið. Eftir margra mánað átök eiga tugir þúsunda úkraínskra hermanna á hættu á að vera innikróaðir af meira en 50 þúsund hermönnum Rússa og Norður-Kóreu. Að sögn úkraínska bloggarans Yuri Podolyaka, sem er stuðningsmaður Rússa, gengu rússneskir sérsveitar-hermenn um fimmtán kílómetra leið eftir gaslögn, sem hafði þar nýlega verið notuð til að senda gas til Evrópu, til að koma aftan úkraínska hernum í bænum Súdsja. Einhverjir hermannanna hafi verið dögum saman í pípunum áður en þeir réðust til atlögu. Annar stríðsbloggari, sem styður Rússa og gengur undir nafninu Two Majors, sagði hörð átök vera hafin um Súdsja. Rússnesir hermenn hefðu komist inn í bæinn frá gaslögninni. Uppgötvuðu hermennina „í tæka tíð“ Úkraínski stríðsbloggarinn Yuriy Butusov sagði Rússa hafa komist inn í Súdsja án þess að drónar hefðu orðið þeirra varir og þannig náð að koma sér inn í stríðsfylkingu úkraínska hersins. Hins vegar sagði hann gaslögnina nú vera undir eftirliti Úkraínumanna og að verið væri að „útrýma“ rússneskum hermönnum. Butusov tók þó fram að rússneskir og norðurkóreskir hermenn hefðu töluverða yfirburði hvað varðaði fjölda og ræðust linnulaust á úkraínska herinn. Á rússneskum síðum Telegram er að finna myndir sem eru sagðar vera af sérsveitarmönnunum með gasgrímur. Myndir sem eru sagðar vera úr gaslögninni af rússneskum hermönnum. Herforingaráð Úkraínu staðfesti svo á laugardagseftirmiðdag að rússneskir „skemmdar- og árásarhópar“ hefðu notað gaslögnina til að ná fótfestu utan við Súdsja. Í telegram-færslu herforingjaráðsins sagði að Úkraínumenn hefðu uppgötvað árás rússnesku hermannanna „í tæka tíð“ og ráðist á þá með eldflaugum og stórskotaliði. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að hermenn hefðu náð yfirtökum yfir þorpinu Lebedevka sem er um tólf kílómetrum norðvestur af Súdsja. Ekki kom þó fram hvenær þeir hefðu tekið þorpið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vann líklega stóran sigur í gær. Hann gerði það ekki á víglínunni í Úkraínu eða í Kúrsk, heldur á alþjóðasviðinu og hafa málpípur hans fagnað ákaft. 13. febrúar 2025 14:11 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vann líklega stóran sigur í gær. Hann gerði það ekki á víglínunni í Úkraínu eða í Kúrsk, heldur á alþjóðasviðinu og hafa málpípur hans fagnað ákaft. 13. febrúar 2025 14:11
Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31