Viðskipti innlent

Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd

Árni Sæberg skrifar
Rapyd gerir út greiðsluposa hér á landi. Þessi mynd er úr safni.
Rapyd gerir út greiðsluposa hér á landi. Þessi mynd er úr safni. Joan Cros/NurPhot

Einhvers konar bilun olli því að truflanir urðu á greiðsluhirðingu hjá Rapyd síðdegis. Vísi bárist ábendingar um að fólk gæti ekki greitt í greiðsluposum fyrirtækisins. Atvikið er nú yfirstaðið.

Fulltrúi í þjónustuveri Rapyd staðfestir í sambandi við Vísi að truflanir hafi orðið og að verið sé að vinna í því að greina vandann. Atvikið sé nú yfirstaðið og áfram verði unnið að því að greina hvað olli.

Auk truflana á greiðslum hafa viðskiptavinir átt í erfiðleikum með að skoða heimild á kortum sínum, að því er heimildir Vísis herma.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:50.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×