Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 08:22 Mikil andstaða er við þungunarrofslöggjöfina í Póllandi, sem er afar hörð og er sögð hafa leitt til dauðsfalla. epa/Leszek Szymanski Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. „Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá. Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
„Þetta er táknrænt,“ segir Natalia Broniarczyk, talskona samtakanna. „Wiejska-gata er mikilvægasta gatan í Varsjá. Þar eru mikilvægustu ákvarðanirnar teknar og nú líka um þungunarrof.“ Forsætisráðherrann Donald Tusk hét því í aðdraganda þingkosninganna árið 2023 að Borgaraflokkur hans myndi endurskoða löggjöfina um þungunarrof á innan við 100 dögum ef hann kæmist til valda. Nú eru hins vegar liðnir 500 dagar og ekkert hefur gerst. Tusk hefur sagt að niðurstöður kosninganna, þar sem Borgaraflokkurinn náði ekki að tryggja sér flest atkvæði en myndaði meirihluta með öðrum flokkum, hafi þýtt að það væri einfaldlega ekki meirihluti fyrir því að heimila þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu. Miðstöðin sem verður opnuð á morgun mun ekki framkvæma þungunarrof né beinlínis veita heilbrigðisþjónustu. Þangað getur fólk hins vegar leitað til að fá upplýsingar um hvernig það getur nálgast þungunarrofsþjónust, fengið fræðslu og jafnvel stuðning ef það vill taka þungunarrofslyf á staðnum. Starfsemin verður þannig tæknilega séð ólögleg, þar sem það varðar allt að þriggja ára fangelsi að aðstoða aðra manneskju við að gangast undir þungunarrof, en talsmenn Abortion Dream Team leggja traust sitt á orð Tusk sem sagðist síðasta sumar heita því að innan ramma laganna myndu stjórnvöld gera allt sem þau gætu til að tryggja að konur þjáðust minna, að þungunarrof væri eins öruggt og mögulegt væri og aðgengilegt konum sem þyrftu á því að halda. Þannig yrðu þeir sem aðstoðuðu konur ekki sóttir til saka. Guardian greindi frá.
Pólland Þungunarrof Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira