Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2025 08:02 Elín Klara fagnar bikarmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum á dögunum eftir sigur gegn Fram í úrslitaleiknum. Vísir/Hulda Margrét Besti leikmaður Olís deildar kvenna undanfarin ár, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaralið í Svíþjóð. Til mikils er ætlast af henni þar en verki Elínar hjá Haukum er þó ekki lokið. Síðustu dagar hafi verið draumkenndir hjá Elínu Klöru. Hún varð bikarmeistari með Haukum á dögunum og í gær var greint frá því að hún muni ganga til liðs við sænsku meistarana í IK Sävehof eftir yfirstandandi tímabil sem eru á góðri leið með að verja titil sinn úti. Það var aldrei spurning um hvort Elín Klara myndi fara í atvinnumennsku, heldur hvenær. Svíarnir hafa lengi haft augun á þessum hæfileikaríka leikmanni. „Þeir heyra í mér í ágúst/september í fyrra, höfðu mikinn áhuga og vildu fá mig út á næsta tímabili. Mér fannst þetta vera mjög spennandi tækifæri. Þarna er á ferðinni frábært félag, mjög sigursælt lið sem vill alltaf vera í toppbaráttu. Ég hafði mikinn áhuga á því, hef hugsað þetta lengi og tek þessa ákvörðun í janúar.“ Hvað þarf maður að hugsa um í svona stöðu? „Það er margt. Eins og þetta er hjá IK Sävehof þá er umgjörðin frábær bæði innan sem utan vallar. Þetta er lið með metnað sem vill alltaf vera í toppbaráttu sem er ótrúlega mikilvægt þá er stefnan sett á að vera með lið í Evrópudeildinni á næsta tímabili sem er frábært upp á alþjóða reynslu að gera. Margir þættir spila inn í. Svo er þetta náttúrulega í Svíþjóð, ekkert svo langt frá Íslandi sem er gott því það er náttúrulega krefjandi að fara út og búa ein í nýju landi og læra nýtt tungumál. Mér fannst þetta mjög fínn kostur.Það voru alveg nokkur önnur lið sem komu til greina en þetta varð fyrir valinu. Mér leist bara ótrúlega vel á félagið. Þeir vilja náttúrulega bara fá mig inn á miðjuna. Að ég sé miðjumaður númer eitt en auðvitað er samkeppni í þessu og maður þarf alltaf að vinna fyrir sínu. Þannig er þessi bolti og maður veit það alveg. Maður er ekki fastur með einhverja stöðu. Það verður gott að fara aðeins út fyrir sinn þægindaramma.“ Elín Klara í leik með Haukumvísir / hulda margrét Kemur tími á allt Elín hefur verið besti leikmaður Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil, gegnt burðarhlutverki í íslenska landsliðinu og oft verið orðuð við atvinnumennskuna. Er þetta bara rétti tímapunkturinn til að taka skrefið út í atvinnumennskuna? „Já ég myndi segja það. Ég hef hugsað þetta fyrr en mér fannst þetta vera besta tímasetningin og kannski bara hjá mér handboltalega séð er kominn tími til að taka næsta skref fram á við. Það hefur verið frábært að spila hérna heima. Ég hef bætt mig mikið og verið með frábæra þjálfara. Sävehof vill spila hraðan bolta og ég held það henti mér mjög vel. Ég vil spila hraðan bolta, finnst það gaman. Leikstíllinn mun því henta mér mjög vel. Það verður ótrúlega að kveðja en það kemur tími á allt.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði Vísir/Anton Brink Þetta er ekki búið Hún mun kveðja Hauka með titli, það var ljóst eftir sigur í bikarúrslitum síðustu helgar gegn Fram en Haukakonur vilja meira og ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. „Það hefur alltaf verið draumurinn að ná titli í meistaraflokki, loksins náðum við því. Ég er bara ótrúlega stolt af liðinu. Þessi helgi var frábær en þetta er ekki búið. Það er nægur tími eftir, það er það sem er jákvætt við þetta. Fullt af leikjum eftir með Haukunum, geggjaður tími framundan í úrslitakeppninni. Við höldum bara áfram. Þetta hefur verið frábært tímabil, það verður erfitt að ná inn fleiri titlum en auðvitað ætlum við okkur það. Við erum ekkert hættar. Fram og Valur eru með frábær lið líka. Þetta verður erfitt en við höfum fulla trú á okkur. Þetta er alveg hægt en verður virkilega krefjandi.“ Erfitt sé að hugsa út í komandi tíma í Svíþjóð þegar enn er óklárað verk með Haukum. „Ég er enn svo mikið niðri á jörðinni. Er enn á Íslandi að spila með Haukum og er ekki komin svo langt. Klárum bara þetta tímabil með stæl og svo tekur það næsta við. Þetta verða miklar breytingar. Ég hef verið hér á Ásvöllum síðan að ég man eftir mér. Inn í ákveðnum þægindaramma, allt frekar þægilegt. Þetta verður skref út fyrir þann ramma og mjög krefjandi. Nýtt tungumál og margt sem spilar inn í eins og handbolti á hærra stigi. Ég er bara spennt fyrir komandi tímum.“ Olís-deild kvenna Haukar Handbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Síðustu dagar hafi verið draumkenndir hjá Elínu Klöru. Hún varð bikarmeistari með Haukum á dögunum og í gær var greint frá því að hún muni ganga til liðs við sænsku meistarana í IK Sävehof eftir yfirstandandi tímabil sem eru á góðri leið með að verja titil sinn úti. Það var aldrei spurning um hvort Elín Klara myndi fara í atvinnumennsku, heldur hvenær. Svíarnir hafa lengi haft augun á þessum hæfileikaríka leikmanni. „Þeir heyra í mér í ágúst/september í fyrra, höfðu mikinn áhuga og vildu fá mig út á næsta tímabili. Mér fannst þetta vera mjög spennandi tækifæri. Þarna er á ferðinni frábært félag, mjög sigursælt lið sem vill alltaf vera í toppbaráttu. Ég hafði mikinn áhuga á því, hef hugsað þetta lengi og tek þessa ákvörðun í janúar.“ Hvað þarf maður að hugsa um í svona stöðu? „Það er margt. Eins og þetta er hjá IK Sävehof þá er umgjörðin frábær bæði innan sem utan vallar. Þetta er lið með metnað sem vill alltaf vera í toppbaráttu sem er ótrúlega mikilvægt þá er stefnan sett á að vera með lið í Evrópudeildinni á næsta tímabili sem er frábært upp á alþjóða reynslu að gera. Margir þættir spila inn í. Svo er þetta náttúrulega í Svíþjóð, ekkert svo langt frá Íslandi sem er gott því það er náttúrulega krefjandi að fara út og búa ein í nýju landi og læra nýtt tungumál. Mér fannst þetta mjög fínn kostur.Það voru alveg nokkur önnur lið sem komu til greina en þetta varð fyrir valinu. Mér leist bara ótrúlega vel á félagið. Þeir vilja náttúrulega bara fá mig inn á miðjuna. Að ég sé miðjumaður númer eitt en auðvitað er samkeppni í þessu og maður þarf alltaf að vinna fyrir sínu. Þannig er þessi bolti og maður veit það alveg. Maður er ekki fastur með einhverja stöðu. Það verður gott að fara aðeins út fyrir sinn þægindaramma.“ Elín Klara í leik með Haukumvísir / hulda margrét Kemur tími á allt Elín hefur verið besti leikmaður Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil, gegnt burðarhlutverki í íslenska landsliðinu og oft verið orðuð við atvinnumennskuna. Er þetta bara rétti tímapunkturinn til að taka skrefið út í atvinnumennskuna? „Já ég myndi segja það. Ég hef hugsað þetta fyrr en mér fannst þetta vera besta tímasetningin og kannski bara hjá mér handboltalega séð er kominn tími til að taka næsta skref fram á við. Það hefur verið frábært að spila hérna heima. Ég hef bætt mig mikið og verið með frábæra þjálfara. Sävehof vill spila hraðan bolta og ég held það henti mér mjög vel. Ég vil spila hraðan bolta, finnst það gaman. Leikstíllinn mun því henta mér mjög vel. Það verður ótrúlega að kveðja en það kemur tími á allt.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði Vísir/Anton Brink Þetta er ekki búið Hún mun kveðja Hauka með titli, það var ljóst eftir sigur í bikarúrslitum síðustu helgar gegn Fram en Haukakonur vilja meira og ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. „Það hefur alltaf verið draumurinn að ná titli í meistaraflokki, loksins náðum við því. Ég er bara ótrúlega stolt af liðinu. Þessi helgi var frábær en þetta er ekki búið. Það er nægur tími eftir, það er það sem er jákvætt við þetta. Fullt af leikjum eftir með Haukunum, geggjaður tími framundan í úrslitakeppninni. Við höldum bara áfram. Þetta hefur verið frábært tímabil, það verður erfitt að ná inn fleiri titlum en auðvitað ætlum við okkur það. Við erum ekkert hættar. Fram og Valur eru með frábær lið líka. Þetta verður erfitt en við höfum fulla trú á okkur. Þetta er alveg hægt en verður virkilega krefjandi.“ Erfitt sé að hugsa út í komandi tíma í Svíþjóð þegar enn er óklárað verk með Haukum. „Ég er enn svo mikið niðri á jörðinni. Er enn á Íslandi að spila með Haukum og er ekki komin svo langt. Klárum bara þetta tímabil með stæl og svo tekur það næsta við. Þetta verða miklar breytingar. Ég hef verið hér á Ásvöllum síðan að ég man eftir mér. Inn í ákveðnum þægindaramma, allt frekar þægilegt. Þetta verður skref út fyrir þann ramma og mjög krefjandi. Nýtt tungumál og margt sem spilar inn í eins og handbolti á hærra stigi. Ég er bara spennt fyrir komandi tímum.“
Olís-deild kvenna Haukar Handbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira