Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Arnar Skúli Atlason skrifar 6. mars 2025 22:23 Sigtryggur Arnar Björnsson með bros á vör. vísir/Jón Gautur Tindastóll steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Bónus deild karla í körfubolta og gerði leið Keflvíkinga að úrslitakeppninni enn grýttari með stórsigri í leik liðanna í Síkinu í kvöld. Stólarnir voru komnir 23 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 32-9, og unnu að lokum með 37 stiga mun, 116-79. Frammistaða Keflvíkinga í kvöld var andlegt gjaldþrot miðað við hvað mikið er undir hjá liðinu þessa dagana. Heimamenn hjá Stólunum sýndu aftur á móti að þeir eru komnir í Íslandsmeistaragírinn. Leikurinn hófst hjá Tindastól með miklum látum og keyrðu þeir yfir lið Keflavíkur í fyrsta leikhlutanum og komust í 9-0 og síðan í 26-3. Keflavík hittu mjög illa og voru að tapa mörgum boltum. Tindastóll að spila hörku vörn og fengu auðveldar körfur hinu megin. Heimamenn leiddu eftir fyrsta leikhluta 32-9. Keflavík skoruðu fyrstu stig annars leikhluta en Tindastólsvélin var enn í gangi og héldu þeir áfram að salla stigum á Keflavík. Bræðurnir Giannis og Dimitrios Agravanis voru í svakalegum gír og skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Callum Lawson og Jaka Brodnik áttu syrpur fyrir Keflavík. Davis Geks vaknaði seinni partinn í leikhlutanum og skoraði fjóra þrista á stuttum tíma fyrir Tindastól. Tindastóll endaði fjórðunginn á sirkus körfu þegar Dedrrick Basile henti boltanum upp i loft og Sadio Doucoure tróð með tilþrifum aftur á bak. Tindastóll leiddi í hálfleik 62-27. Tindastóll hélt áfram frumkvæðinu í seinni hálfleiknum og voru Keflvíkingar aldrei nálægt því að koma til baka. Jaka Brodnik og Adomas Drungilas lenti saman um miðjan þriðja leikhluta og Drungilas fékk sína aðra óíþróttamannslegu villu og fór í sturtu. Áhugaleysi og uppgjöf skein úr liði Keflavíkur og náðu þjálfarar liðsins ekki að berja þá í gang allan leikinn. Tindastóll fór sem áður sagði með öruggan sigur af hólmi 116-79. Atvikið Þegar Adomas Drungilas og Jaka Brodnik lentu saman með þeim afleiðingum að sá fyrrnefndi var sendur í sturtu, algjör óþarfi í leik sem var aldrei jafn. Stjörnur Giannis og Dimitrios Agravanis voru atkvæðamestir á sóknarhelming fyrir Tindastól en fengu góða hjálp hjá frá samherjum sínum en allir nema einn leikmaður Tindastóls skoruðu í kvöld. Tindastóll spilaði einnig frábæra vörn. Skúrkar Allt Keflavíkur liðið í dag var mjög dapurt í kvöld. Þetta var allt saman lélegt vörn og sókn, allir leikmenn og þjálfara. Stemning og umgjörð Ótrúlega gott andrúmsloft í Síkinu í kvöld. Mikið af fólki frá báðum liðum. Það mesta sem hefur verið á kvennaleik í vetur. Dómarar [9] Simmi og félagar mjög flottir í kvöld. Ekkert rugl í dag og heilt yfir flottur leikur. Benedikt Guðmundsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Jón Gautur „Samfélagið hérna þarf að passa sig að fara ekki of hátt líka“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur sinna manna í kvöld. „Þetta var nokkuð öruggt. Við byrjum þetta hrikalega sterkt. Stjórnum leiknum allan tímann. 35 stigum yfir hálfleik. Slökuðum ekki alveg 100% á en fengum á okkur 27 stig í þriðja leikhluta. Ég hefði viljað sjá betri vörn í seinni hálfleik,“ sagði Benedikt. Benedikt var sáttur með að taka forystu og klára leikinn í kvöld og hleypa Keflavík ekki inn í þetta aftur. „Þetta var eiginlega blanda af svona við hrikalega klárir og við að koma sárir eftir seinasta leik.Mætum virkilega tilbúnir og ætluðum ekki að koma flatir til leiks. Á móti til að vera alveg sanngjarn hefur þessi seinkun ekki farið vel í Keflvíkingana hérna í kvöld. Þeir þurfta að hanga og bíða eftir leiknum og þeir voru ofboðslega flatir hérna í kvöld,“ sagði Benedikt. Benedikt vildi halda áfram að byggja ofan á þessa frammistöðu. „Eins og maður er alltaf að segja inn í klefa. Núna megum við ekki fara í hina áttina. Við megum ekki vera harðir og neikvæðir við okkur þegar við töpum eða eigum vonda leiki. Við þurfum að passa að fara ekki of hátt og samfélagið hérna þarf að passa sig að fara ekki of hátt líka. Þurfum að halda þessari línu og halda fókus mæta bara í næsta leik og njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Benedikt. Benedikt var spurður út í brottreksturinn hjá Adomas Drungilas en vildi ekki tjá sig um það atvik þar sem hann hafði ekki séð það sjálfur. Sigurður Ingimundarson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég hef sjaldan séð annað eins“ Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var að vonum óánægður með leik sinna manna í kvöld. „Þetta var hræðilegur leikur,“ sagði Sigurður. Hann hafði fá svör við hvað olli þessari frammistöðu í kvöld. „Ég hef sjaldan séð annað eins. Þetta var það lélegt,“ sagði Sigurður. Keflavík þarf að vinna rest ætla þeir sér í úrslitakeppni. „Það er stefnan að vinna næstu tvo. Það er stefnan. Það er allt hægt. Við getum það. En við þurfum að gera allt annað en í kvöld og við þurfum bara að finna taktinn,“ sagði Sigurður. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Tindastóll steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum í Bónus deild karla í körfubolta og gerði leið Keflvíkinga að úrslitakeppninni enn grýttari með stórsigri í leik liðanna í Síkinu í kvöld. Stólarnir voru komnir 23 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 32-9, og unnu að lokum með 37 stiga mun, 116-79. Frammistaða Keflvíkinga í kvöld var andlegt gjaldþrot miðað við hvað mikið er undir hjá liðinu þessa dagana. Heimamenn hjá Stólunum sýndu aftur á móti að þeir eru komnir í Íslandsmeistaragírinn. Leikurinn hófst hjá Tindastól með miklum látum og keyrðu þeir yfir lið Keflavíkur í fyrsta leikhlutanum og komust í 9-0 og síðan í 26-3. Keflavík hittu mjög illa og voru að tapa mörgum boltum. Tindastóll að spila hörku vörn og fengu auðveldar körfur hinu megin. Heimamenn leiddu eftir fyrsta leikhluta 32-9. Keflavík skoruðu fyrstu stig annars leikhluta en Tindastólsvélin var enn í gangi og héldu þeir áfram að salla stigum á Keflavík. Bræðurnir Giannis og Dimitrios Agravanis voru í svakalegum gír og skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Callum Lawson og Jaka Brodnik áttu syrpur fyrir Keflavík. Davis Geks vaknaði seinni partinn í leikhlutanum og skoraði fjóra þrista á stuttum tíma fyrir Tindastól. Tindastóll endaði fjórðunginn á sirkus körfu þegar Dedrrick Basile henti boltanum upp i loft og Sadio Doucoure tróð með tilþrifum aftur á bak. Tindastóll leiddi í hálfleik 62-27. Tindastóll hélt áfram frumkvæðinu í seinni hálfleiknum og voru Keflvíkingar aldrei nálægt því að koma til baka. Jaka Brodnik og Adomas Drungilas lenti saman um miðjan þriðja leikhluta og Drungilas fékk sína aðra óíþróttamannslegu villu og fór í sturtu. Áhugaleysi og uppgjöf skein úr liði Keflavíkur og náðu þjálfarar liðsins ekki að berja þá í gang allan leikinn. Tindastóll fór sem áður sagði með öruggan sigur af hólmi 116-79. Atvikið Þegar Adomas Drungilas og Jaka Brodnik lentu saman með þeim afleiðingum að sá fyrrnefndi var sendur í sturtu, algjör óþarfi í leik sem var aldrei jafn. Stjörnur Giannis og Dimitrios Agravanis voru atkvæðamestir á sóknarhelming fyrir Tindastól en fengu góða hjálp hjá frá samherjum sínum en allir nema einn leikmaður Tindastóls skoruðu í kvöld. Tindastóll spilaði einnig frábæra vörn. Skúrkar Allt Keflavíkur liðið í dag var mjög dapurt í kvöld. Þetta var allt saman lélegt vörn og sókn, allir leikmenn og þjálfara. Stemning og umgjörð Ótrúlega gott andrúmsloft í Síkinu í kvöld. Mikið af fólki frá báðum liðum. Það mesta sem hefur verið á kvennaleik í vetur. Dómarar [9] Simmi og félagar mjög flottir í kvöld. Ekkert rugl í dag og heilt yfir flottur leikur. Benedikt Guðmundsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Jón Gautur „Samfélagið hérna þarf að passa sig að fara ekki of hátt líka“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur sinna manna í kvöld. „Þetta var nokkuð öruggt. Við byrjum þetta hrikalega sterkt. Stjórnum leiknum allan tímann. 35 stigum yfir hálfleik. Slökuðum ekki alveg 100% á en fengum á okkur 27 stig í þriðja leikhluta. Ég hefði viljað sjá betri vörn í seinni hálfleik,“ sagði Benedikt. Benedikt var sáttur með að taka forystu og klára leikinn í kvöld og hleypa Keflavík ekki inn í þetta aftur. „Þetta var eiginlega blanda af svona við hrikalega klárir og við að koma sárir eftir seinasta leik.Mætum virkilega tilbúnir og ætluðum ekki að koma flatir til leiks. Á móti til að vera alveg sanngjarn hefur þessi seinkun ekki farið vel í Keflvíkingana hérna í kvöld. Þeir þurfta að hanga og bíða eftir leiknum og þeir voru ofboðslega flatir hérna í kvöld,“ sagði Benedikt. Benedikt vildi halda áfram að byggja ofan á þessa frammistöðu. „Eins og maður er alltaf að segja inn í klefa. Núna megum við ekki fara í hina áttina. Við megum ekki vera harðir og neikvæðir við okkur þegar við töpum eða eigum vonda leiki. Við þurfum að passa að fara ekki of hátt og samfélagið hérna þarf að passa sig að fara ekki of hátt líka. Þurfum að halda þessari línu og halda fókus mæta bara í næsta leik og njóta þess að spila körfubolta,“ sagði Benedikt. Benedikt var spurður út í brottreksturinn hjá Adomas Drungilas en vildi ekki tjá sig um það atvik þar sem hann hafði ekki séð það sjálfur. Sigurður Ingimundarson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég hef sjaldan séð annað eins“ Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var að vonum óánægður með leik sinna manna í kvöld. „Þetta var hræðilegur leikur,“ sagði Sigurður. Hann hafði fá svör við hvað olli þessari frammistöðu í kvöld. „Ég hef sjaldan séð annað eins. Þetta var það lélegt,“ sagði Sigurður. Keflavík þarf að vinna rest ætla þeir sér í úrslitakeppni. „Það er stefnan að vinna næstu tvo. Það er stefnan. Það er allt hægt. Við getum það. En við þurfum að gera allt annað en í kvöld og við þurfum bara að finna taktinn,“ sagði Sigurður.