Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar 6. mars 2025 14:18 Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Vegagerð Samgöngur Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun