Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir og Tómas Örn Guðlaugsson skrifa 6. mars 2025 14:33 Fráfarandi fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs geta ekki orða bundist og lýsa yfir undrun og óánægju með þá ákvörðun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja niður íbúaráðin í borginni. Það sérkennilega í stöðunni er að sú ákvörðun var tilkynnt degi áður en nýr meirihluti tók formlega við völdum. Flestir fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs heyrðu fyrst af þessari ákvörðun í fjölmiðlum, sem sýnir hvað vinnubrögðin voru hroðvirknisleg og illa ígrunduð. Íbúaráðin hafa verið samráðsvettvangur, hluti af auknu íbúalýðræði og mikilvægur tengiliður milli borgarstjórnar og embættismanna borgarinnar. Í íbúaráði Grafarvogs eiga sæti sex fulltrúar; fulltrúi frá íbúasamtökum Grafarvogs, fulltrúi foreldra í grunnskólum í hverfinu og einn almennur íbúi í hverfinu. Þar fyrir utan sitja í ráðinu þrír fulltrúar frá stjórnmálaflokkum í borginni, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Jafnfram var ráðið í sambandi við eða fékk á sinn fund fulltrúa úr svo kölluðum bakhóp hverfisins t.d. frá íþróttafélaginu, félagi eldriborgara, samfélagslögreglunni, frá grunn- og leikskólum, félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum o.fl. Með þessari skipan er reynt að ná til sem flestra og ólíkar raddir og sjónarmið nái að heyrast. En með því að leggja íbúaráð niður er búið að slíta á þessi formlegu og óformlegu tengst og ákveðin óvissa skapast því enginn veit hvað tekur við eða hvenær nýtt fyrirkomulag verður kynnt til sögunnar. Fjölmörg hverfismálefni hafa komið til kasta íbúaráðs Grafarvogs og hlotið vandaða umfjöllun. Ráðið hefur sent frá sér umsagnir um margvísleg málefni og samþykkt margar tillögur um það sem betur má fara í hverfinu t.d. um skort á almenningssamgöngum í byggðinni í Gufunesi, betrumbætur á gatnamótum við Gufunes og um öryggismál í Bryggjuhverfinu. Mörgum tillögum og umsögnum ráðsins hefur verið vel tekið en aðrar ekki náð fram að ganga. En vonandi hefur þessi vinna ráðsins aukið skilning á málefnum Grafarvogs. Íbúaráð Grafarvogs hefur ekki hikað við að gagnrýna borgaryfirvöld þegar við hefur átt en jafnframt hrósað mörgu, sem vel hefur verið gert. Á síðasta ári stóð ráðið fyrir því að unnin var vönduð úttekt á umferðaröryggismálum í Grafarvogi, þar sem margar ábendingar og athugasemdir komu fram um þann mikilvæga málaflokk. Síðan hefur formaður ráðsins átt sæti í samráðshóp um lagningu Sundabrautar og fylgt þar eftir umsögn ráðsins um framkvæmdina. Sama má segja um nauðsynlega aðkomu að hugmyndum um uppbyggingu á Keldnalandi og aðild að umsögnum um lagningu Borgarlínu og almenningssamgöngur. Allt eru þetta verkefni sem skipta Grafarvogsbúa miklu máli. Formaður og aðrir ráðsmenn hafa auk þess fengið mörg og ólík erindi beint frá íbúum og reynt að koma þeim á réttan stað til úrlausnar. Því teljum við í íbúaráði það veruleg mistök að leggja íbúaráð niður, leggja þau niður án alls samráðs eða samtals. Auðvitað er alveg eðlilegt að endurskoða markmið og vinnufyrirkomulag íbúaráða, en sú endurskoðun hefði átt að fara fram með aðkomu fulltrúa úr íbúaráðum og sú vinna hefði átt að vinnast jafnhliða því að íbúaráðin hefðu haldið áfram sínum störfum. En með þeim vinnubrögðum sem núverandi meirihluti í borginni viðhafði var skorið á nauðsynlega tengingu á milli stjórnsýslunnar og íbúa. Því miður má gera má ráð fyrir því að ekkert sambærilegt fyrirkomulag verði komið í gagnið á þeim tíma sem eftir lifir af þessu kjörtímabili. Það skýtur skökku við að í núverandi meirihluta eru flokkar sem hafa á liðunum árum talað mikið um aukið íbúalýðræði og að stytta boðleiðir. Að bera á borð sparnað og nefna laun ráðsmanna því til stuðnings er hálf hjákátlegt og gleymum því ekki að lýðræði kostar. Láta það svo vera sitt fyrsta verk að leggja niður íbúaráðin, leggja þau niður án þess svo mikið sem að ræða það við formenn eða aðra meðlimi ráðanna. Það er grundvallaratriði í stjórnsýslu að allar tillögur um stjórnkerfisbreytingar hljóti vandaða málsmeðferð. Í því felst m.a. að slíkar tillögur séu kynntar með nægilegum fyrirvara til að ráðrúm gefist til að skoða þær og rýna hugsanleg áhrif þeirra á viðkomandi málaflokka, sem og stjórnkerfið í heild. Einnig er kveðið á um ríka samráðsskyldu gagnvart þeim, sem fyrirhugaðar breytingar kunna að varða áður en endanleg ákvörðun er tekin. Nýr meirihluti fór ekki eftir slíkum grundvallarreglum í stjórnsýslu í þeirri vegferð sinni að leggja niður öll íbúaráð Reykjavíkurborgar. Breytingarnar voru kynntar með sólarhringsfyrirvara og knúnar í gegn á borgarstjórnarfundi og án þess að íbúaráðin fengju nokkurt tækifæri til athugasemda. Breytingarnar voru lítt og illa rökstuddar og ekkert hefur komið fram um hvað eigi að koma í stað íbúaráðanna. Fullkominn óvissa ríkir um það hvað verður um þau verkefni, sem voru á borði íbúaráðs Grafarvogs, þegar það var lagt niður. Íbúaráð Grafarvogs harmar svona vinnubrögð og óska eftir því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð sem allra fyrst svo ekki myndist rof á milli borgarinnar og íbúa. Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir og Tómas Örn Guðlaugsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Fráfarandi fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs geta ekki orða bundist og lýsa yfir undrun og óánægju með þá ákvörðun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að leggja niður íbúaráðin í borginni. Það sérkennilega í stöðunni er að sú ákvörðun var tilkynnt degi áður en nýr meirihluti tók formlega við völdum. Flestir fulltrúar í íbúaráði Grafarvogs heyrðu fyrst af þessari ákvörðun í fjölmiðlum, sem sýnir hvað vinnubrögðin voru hroðvirknisleg og illa ígrunduð. Íbúaráðin hafa verið samráðsvettvangur, hluti af auknu íbúalýðræði og mikilvægur tengiliður milli borgarstjórnar og embættismanna borgarinnar. Í íbúaráði Grafarvogs eiga sæti sex fulltrúar; fulltrúi frá íbúasamtökum Grafarvogs, fulltrúi foreldra í grunnskólum í hverfinu og einn almennur íbúi í hverfinu. Þar fyrir utan sitja í ráðinu þrír fulltrúar frá stjórnmálaflokkum í borginni, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Jafnfram var ráðið í sambandi við eða fékk á sinn fund fulltrúa úr svo kölluðum bakhóp hverfisins t.d. frá íþróttafélaginu, félagi eldriborgara, samfélagslögreglunni, frá grunn- og leikskólum, félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum o.fl. Með þessari skipan er reynt að ná til sem flestra og ólíkar raddir og sjónarmið nái að heyrast. En með því að leggja íbúaráð niður er búið að slíta á þessi formlegu og óformlegu tengst og ákveðin óvissa skapast því enginn veit hvað tekur við eða hvenær nýtt fyrirkomulag verður kynnt til sögunnar. Fjölmörg hverfismálefni hafa komið til kasta íbúaráðs Grafarvogs og hlotið vandaða umfjöllun. Ráðið hefur sent frá sér umsagnir um margvísleg málefni og samþykkt margar tillögur um það sem betur má fara í hverfinu t.d. um skort á almenningssamgöngum í byggðinni í Gufunesi, betrumbætur á gatnamótum við Gufunes og um öryggismál í Bryggjuhverfinu. Mörgum tillögum og umsögnum ráðsins hefur verið vel tekið en aðrar ekki náð fram að ganga. En vonandi hefur þessi vinna ráðsins aukið skilning á málefnum Grafarvogs. Íbúaráð Grafarvogs hefur ekki hikað við að gagnrýna borgaryfirvöld þegar við hefur átt en jafnframt hrósað mörgu, sem vel hefur verið gert. Á síðasta ári stóð ráðið fyrir því að unnin var vönduð úttekt á umferðaröryggismálum í Grafarvogi, þar sem margar ábendingar og athugasemdir komu fram um þann mikilvæga málaflokk. Síðan hefur formaður ráðsins átt sæti í samráðshóp um lagningu Sundabrautar og fylgt þar eftir umsögn ráðsins um framkvæmdina. Sama má segja um nauðsynlega aðkomu að hugmyndum um uppbyggingu á Keldnalandi og aðild að umsögnum um lagningu Borgarlínu og almenningssamgöngur. Allt eru þetta verkefni sem skipta Grafarvogsbúa miklu máli. Formaður og aðrir ráðsmenn hafa auk þess fengið mörg og ólík erindi beint frá íbúum og reynt að koma þeim á réttan stað til úrlausnar. Því teljum við í íbúaráði það veruleg mistök að leggja íbúaráð niður, leggja þau niður án alls samráðs eða samtals. Auðvitað er alveg eðlilegt að endurskoða markmið og vinnufyrirkomulag íbúaráða, en sú endurskoðun hefði átt að fara fram með aðkomu fulltrúa úr íbúaráðum og sú vinna hefði átt að vinnast jafnhliða því að íbúaráðin hefðu haldið áfram sínum störfum. En með þeim vinnubrögðum sem núverandi meirihluti í borginni viðhafði var skorið á nauðsynlega tengingu á milli stjórnsýslunnar og íbúa. Því miður má gera má ráð fyrir því að ekkert sambærilegt fyrirkomulag verði komið í gagnið á þeim tíma sem eftir lifir af þessu kjörtímabili. Það skýtur skökku við að í núverandi meirihluta eru flokkar sem hafa á liðunum árum talað mikið um aukið íbúalýðræði og að stytta boðleiðir. Að bera á borð sparnað og nefna laun ráðsmanna því til stuðnings er hálf hjákátlegt og gleymum því ekki að lýðræði kostar. Láta það svo vera sitt fyrsta verk að leggja niður íbúaráðin, leggja þau niður án þess svo mikið sem að ræða það við formenn eða aðra meðlimi ráðanna. Það er grundvallaratriði í stjórnsýslu að allar tillögur um stjórnkerfisbreytingar hljóti vandaða málsmeðferð. Í því felst m.a. að slíkar tillögur séu kynntar með nægilegum fyrirvara til að ráðrúm gefist til að skoða þær og rýna hugsanleg áhrif þeirra á viðkomandi málaflokka, sem og stjórnkerfið í heild. Einnig er kveðið á um ríka samráðsskyldu gagnvart þeim, sem fyrirhugaðar breytingar kunna að varða áður en endanleg ákvörðun er tekin. Nýr meirihluti fór ekki eftir slíkum grundvallarreglum í stjórnsýslu í þeirri vegferð sinni að leggja niður öll íbúaráð Reykjavíkurborgar. Breytingarnar voru kynntar með sólarhringsfyrirvara og knúnar í gegn á borgarstjórnarfundi og án þess að íbúaráðin fengju nokkurt tækifæri til athugasemda. Breytingarnar voru lítt og illa rökstuddar og ekkert hefur komið fram um hvað eigi að koma í stað íbúaráðanna. Fullkominn óvissa ríkir um það hvað verður um þau verkefni, sem voru á borði íbúaráðs Grafarvogs, þegar það var lagt niður. Íbúaráð Grafarvogs harmar svona vinnubrögð og óska eftir því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð sem allra fyrst svo ekki myndist rof á milli borgarinnar og íbúa. Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir og Tómas Örn Guðlaugsson.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun