Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 08:41 Einar Þorsteinsson segir sorglegt að nýr meirihluti ætli ekki að ganga til samstarfs við Alvotech, eða önnur fyritæki, um uppbyggingu leikskóla. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri segist hafa gengið inn í samning sem hafði sambærileg ákvæði og í samningi Dags B. Eggertssonar forvera hans og annarra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Launin séu auðvitað há en ábyrgðin og vinnan sé mikil. Fram kom í fréttum í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði sem borgarstjóri og fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til samanburðar er forsætisráðherra með um 2,8 milljónir í laun og forseti Íslands með 3,9 milljónir. „Það sem er óvenjulegt við laun núverandi borgarstjóra er að hann gegnir formennsku í stjórn sambandsins og þar eru dálítið há laun fyrir stjórnarformennskuna,“ segir Einar og að það sé líka gríðarleg vinna. Einar fór yfir launamálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg hægt að hafa skoðun á því að fólk eigi ekki að hafa svona há laun og nefnir borgarstjóra, forsætisráðherra og forseta Íslands. Það verði þó á sama tíma að líta til þess að til þessa fólks eru gerðar miklar kröfur. „Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta,“ segir Einar. Mikilvægt að sitja í stjórn Slökkviliðs Hann fór aðeins yfir hlutverk borgarstjóra, og annarra bæjarstjóra, í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin reki slökkviliðið og fari fyrir það á þessum fundum auk almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Einar segir þetta skipta miklu máli. Einar ræddi einnig leikskólamálin í Bítinu en tilkynnt var í vikunni að nýr meirihluti í Reykjavík ætli ekki að styðja við uppbyggingu nýrra leikskóla innan vinnustaða Alvotech er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hafið samstarf við borgina um byggingu nýrra leikskóla. Einar sagði Arion einnig stefna að uppbyggingu dagforeldraúrræðis og Landspítalinn hafi sýnt þessu samstarfi áhuga. Einar sagði hugmyndina að helmingur barnanna á til dæmis leikskólanum sem Alvotech ætlar að byggja ætti að vera frá Reykjavík, því hverfi sem leikskólinn er í, og hinn helmingurinn börn starfsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið legði til leikskólann sjálfan, húsnæðið og aðstöðuna, en Reykjavík hefði svo borgað með hverju barni eins og það gerir í öðrum leikskólum, einkareknum og þeim sem þau reka sjálf. „Þetta var okkar leið til að skjóta fleiri stoðum og prófa eitthvað nýtt,“ segir Einar og að það hafi ekki verið hagnaðarsjónarmið að baki þessu. Fyrirtækin væru að leggja orðspor sitt undir í þessu verkefni. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta sé ljóst að þau myndu ekki fá greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. „Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Einar og að nýr meirihluti þurfi að svara foreldrum „af hverju þau eru ekki tilbúin að taka í útrétta hönd“. Hann segist hafa tekið leikskólamálin í sínar hendur þegar hann tók við sem borgarstjóri, því hann taldi þetta ganga of hægt, þau hafi búið til plan um einingahús á lóðum þar sem eru leikskólar fyrir. „Þetta plan er tímasett, tilbúið og fjármagnað og er á fullum gangi,“ segir Einar en að þó það verði fullklárað við lok kjörtímabils verði enn 300 börn á biðlista við lok þess. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Alvotech Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Bítið Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði sem borgarstjóri og fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til samanburðar er forsætisráðherra með um 2,8 milljónir í laun og forseti Íslands með 3,9 milljónir. „Það sem er óvenjulegt við laun núverandi borgarstjóra er að hann gegnir formennsku í stjórn sambandsins og þar eru dálítið há laun fyrir stjórnarformennskuna,“ segir Einar og að það sé líka gríðarleg vinna. Einar fór yfir launamálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg hægt að hafa skoðun á því að fólk eigi ekki að hafa svona há laun og nefnir borgarstjóra, forsætisráðherra og forseta Íslands. Það verði þó á sama tíma að líta til þess að til þessa fólks eru gerðar miklar kröfur. „Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta,“ segir Einar. Mikilvægt að sitja í stjórn Slökkviliðs Hann fór aðeins yfir hlutverk borgarstjóra, og annarra bæjarstjóra, í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin reki slökkviliðið og fari fyrir það á þessum fundum auk almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Einar segir þetta skipta miklu máli. Einar ræddi einnig leikskólamálin í Bítinu en tilkynnt var í vikunni að nýr meirihluti í Reykjavík ætli ekki að styðja við uppbyggingu nýrra leikskóla innan vinnustaða Alvotech er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hafið samstarf við borgina um byggingu nýrra leikskóla. Einar sagði Arion einnig stefna að uppbyggingu dagforeldraúrræðis og Landspítalinn hafi sýnt þessu samstarfi áhuga. Einar sagði hugmyndina að helmingur barnanna á til dæmis leikskólanum sem Alvotech ætlar að byggja ætti að vera frá Reykjavík, því hverfi sem leikskólinn er í, og hinn helmingurinn börn starfsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið legði til leikskólann sjálfan, húsnæðið og aðstöðuna, en Reykjavík hefði svo borgað með hverju barni eins og það gerir í öðrum leikskólum, einkareknum og þeim sem þau reka sjálf. „Þetta var okkar leið til að skjóta fleiri stoðum og prófa eitthvað nýtt,“ segir Einar og að það hafi ekki verið hagnaðarsjónarmið að baki þessu. Fyrirtækin væru að leggja orðspor sitt undir í þessu verkefni. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta sé ljóst að þau myndu ekki fá greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. „Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Einar og að nýr meirihluti þurfi að svara foreldrum „af hverju þau eru ekki tilbúin að taka í útrétta hönd“. Hann segist hafa tekið leikskólamálin í sínar hendur þegar hann tók við sem borgarstjóri, því hann taldi þetta ganga of hægt, þau hafi búið til plan um einingahús á lóðum þar sem eru leikskólar fyrir. „Þetta plan er tímasett, tilbúið og fjármagnað og er á fullum gangi,“ segir Einar en að þó það verði fullklárað við lok kjörtímabils verði enn 300 börn á biðlista við lok þess.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Alvotech Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Bítið Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira