Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar 5. mars 2025 13:31 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Jafnréttismál Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi. Dagurinn á rætur að rekja til baráttu verkakvenna fyrir bættum kjörum í byrjun síðustu aldar. Eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar var mikill samtakamáttur meðal kvenna gegn stríði og fasisma. Á Íslandi voru stofnuð kvennasamtök, MFÍK, sem höfðu að markmiði að stuðla að alheimsfriði og afvopnun. “Aldrei aftur”skyldi hryllingurinn endurtaka sig. Um allan heim hafa konur verið leiðandi í friðarbaráttunni, líklega vegna þess að við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Nú um stundir geysa hræðileg stríð með öllu sem því tilheyrir, fólk missir líf og ættingja, hrekst frá heimkynnum sínum og upplifir ofbeldi og hungursneyðir. Nýlendustefnan sem við lásum um í sögubókum er því miður enn í tísku hjá helstu bandamönnum Íslands. Löndin sem við erum í hvað mestu samstarfi við hamast við að réttlæta glæpi gegn mannkyni og jafnvel styðja með vopnasendingum sbr. árásirnar á Gaza. En Íslendingar eru friðelskandi þjóð. Við höfum aldrei rekið her og ekki hernumið önnur lönd. Við höfum hins vegar verið hersett og erlendi herinn í landinu hefur aldrei farið algjörlega. Um þessar mundir á sér stað á Íslandi mikil hernaðarleg uppbygging sem gerir æ fleiri erlendum hermönnum kleift að dvelja á landinu. Drápstól eru prófuð og notkun þeirra æfð víða um land og kringum landið sveima kjarnorkuknúnir bátar. Í bakgrunni hótar heimsveldið sem hefur bækistöðvar hér, að gera okkar næsta nágranna að nýlendu til að hirða auðlindir landsins af fólkinu sem þar býr. Og ekki nóg með það að landið okkar sé lagt undir hermenn og heræfingar þá eru vopn fjármögnuð af ríkisstjórn Íslands og send á vígvöllinn í Úkraínu í óþökk þjóðarinnar. Ákall til kvenna við völd Konur eru leiðandi í friðarbaráttunni og oft er bent á að það séu karlmenn sem efna til stríða en stríð hafi ekki síst áhrif á konur og börn. Aldrei áður hafa jafn margar konur verið við völd á Íslandi og því kjörið tækifæri til að setja friðarmál á dagskrá! Sérstaklega er mér hugsað til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta, en það eru margar fleiri konur í valdastöðum sem hafa tækifæri til að beita rödd sinni fyrir friði og réttlæti. Ekki láta ákvarðanir ykkar stjórnast af hagsmunum hergagnaframleiðenda. Finnið hugrekki til að stuðla að heimi þar sem raunverulegt öryggi ríkir! Við krefjumst þess að ráðamenn þessa lands (sem upp til hópa eru konur) beiti sér fyrir alheimsfriði og afvopnun. Því svo lengi sem konur heimsins búa við örbirgð og ofbeldi, verðum við ekki öruggar. Fjölmennum á baráttufund gegn hernaði og nýlenduhyggju í Iðnó þann 8. mars! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun