Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 5. mars 2025 13:02 Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega. Alls eru 367 hælisleitendur í landinu sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd og samkvæmt þessum tölum er því ekki vitað hvar um helmingur þeirra er niðurkominn. Gera má ráð fyrir því einhverjir úr þeim hópi séu farnir úr landi en augljóst er að a.m.k. tugir einstaklinga eru enn í landinu og fari huldu höfði. Það er mjög brýnt að málið sé skoðað nánar og gera má ráð fyrir því að dómsmálaráðherra sé með það í farvegi. Ég tók málið upp á Alþingi í gær og hef lagt fram fyrirspurn til ráðherra um stöðuna. Það er mikið áhyggjuefni að vita til þess að svo margir séu óskráðir í landinu. Ekki síst er sárt til þess að hugsa að í hópnum geti verið einstæðar mæður með börn. Það er ótækt að vita ekki um afdrif þeirra. Hér á landi hafa komið upp tilvik þar sem einstaklingar úr hópi hælisleitenda, einkum einstæðar mæður, hafi verið misnotaðar, jafnvel sem þrælar inni á heimilum. Auk þess eru dæmi um að aðrir einstaklingar hafi verið fórnarlömb annars konar mansals. Þess vegna er brýnt að upplýsingar um afdrif og stöðu þessa fólks liggi fyrir. Það væri fróðlegt að vita hvernig aðstæðum þeirra sem bíða brottflutnings sé háttað. Hvort að þar sé unnin markviss vinna til að styrkja þau og styðja við heimferð þeirra þannig að minni líkur séu á að fólkið láti sig hverfa eða sé falið. Það þarf markvisst eftirlit með hælisleitendum í þessari stöðu því að dæmin sanna að því miður eru einhverjir tilbúnir að misnota sér aðstöðu þeirra. Hvert og eitt slíkt tilvik er einu tilviki of mikið. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Hælisleitendur Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega. Alls eru 367 hælisleitendur í landinu sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd og samkvæmt þessum tölum er því ekki vitað hvar um helmingur þeirra er niðurkominn. Gera má ráð fyrir því einhverjir úr þeim hópi séu farnir úr landi en augljóst er að a.m.k. tugir einstaklinga eru enn í landinu og fari huldu höfði. Það er mjög brýnt að málið sé skoðað nánar og gera má ráð fyrir því að dómsmálaráðherra sé með það í farvegi. Ég tók málið upp á Alþingi í gær og hef lagt fram fyrirspurn til ráðherra um stöðuna. Það er mikið áhyggjuefni að vita til þess að svo margir séu óskráðir í landinu. Ekki síst er sárt til þess að hugsa að í hópnum geti verið einstæðar mæður með börn. Það er ótækt að vita ekki um afdrif þeirra. Hér á landi hafa komið upp tilvik þar sem einstaklingar úr hópi hælisleitenda, einkum einstæðar mæður, hafi verið misnotaðar, jafnvel sem þrælar inni á heimilum. Auk þess eru dæmi um að aðrir einstaklingar hafi verið fórnarlömb annars konar mansals. Þess vegna er brýnt að upplýsingar um afdrif og stöðu þessa fólks liggi fyrir. Það væri fróðlegt að vita hvernig aðstæðum þeirra sem bíða brottflutnings sé háttað. Hvort að þar sé unnin markviss vinna til að styrkja þau og styðja við heimferð þeirra þannig að minni líkur séu á að fólkið láti sig hverfa eða sé falið. Það þarf markvisst eftirlit með hælisleitendum í þessari stöðu því að dæmin sanna að því miður eru einhverjir tilbúnir að misnota sér aðstöðu þeirra. Hvert og eitt slíkt tilvik er einu tilviki of mikið. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun