Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 10:35 Repúblikanar voru ánægðir með sinn mann í nótt. AP/Mandel Ngan Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. „Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“. Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
„Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“.
Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira