Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar 4. mars 2025 15:00 Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Sjá meira
Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar