Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 12:06 Gera má ráð fyrir því að maðurinn hafi komið með töskuna til landsins um Keflavíkurflugvöll. Vísir/Jóhann K Karlmaður hefur verið dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar, sem er að mestu skilorðsbundin. Hann var gripinn í tollinum með fimmtán kíló af maríhúana falin í farangurstösku sinni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 28. febrúar síðasliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 4. janúar 2025, staðið að innflutningi á samtals 15.025 grömmum af maríhúana ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hann hafi flutt fíkniefnin til landsins, sem farþegi með flugi frá ótilgreindum stað, falin í farangurstösku sinni. Maðurinn hafi mætt við þingfestingu málsins þann 27. febrúar og játað brot sín skýlaust og krafðist þess að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Með játningu mannsins hafi verið farið með málið sem játningarmál og dómur lagður á það án frekar sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að maðurinn hafi verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hafi tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands. Þáttur hans hafi einskorðast við að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Með öðrum orðum hafi hann verið svokallað burðardýr. Refsing mannsins þætti hæfilega ákveðin fjórtán mánaða fangelsisvist, þar af skyldi fresta fullnustu ellefu mánaða refsingarinnar og sá hluti látinn niður falli haldi maðurinn almenn skilorð í þrjú ár. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað, alls 1,2 milljónir króna. Þar af voru málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans ein milljón króna. Dómsmál Smygl Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Tollgæslan Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 28. febrúar síðasliðinn en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa laugardaginn 4. janúar 2025, staðið að innflutningi á samtals 15.025 grömmum af maríhúana ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Hann hafi flutt fíkniefnin til landsins, sem farþegi með flugi frá ótilgreindum stað, falin í farangurstösku sinni. Maðurinn hafi mætt við þingfestingu málsins þann 27. febrúar og játað brot sín skýlaust og krafðist þess að honum yrði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Með játningu mannsins hafi verið farið með málið sem játningarmál og dómur lagður á það án frekar sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að maðurinn hafi verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hafi tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands. Þáttur hans hafi einskorðast við að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Með öðrum orðum hafi hann verið svokallað burðardýr. Refsing mannsins þætti hæfilega ákveðin fjórtán mánaða fangelsisvist, þar af skyldi fresta fullnustu ellefu mánaða refsingarinnar og sá hluti látinn niður falli haldi maðurinn almenn skilorð í þrjú ár. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað, alls 1,2 milljónir króna. Þar af voru málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans ein milljón króna.
Dómsmál Smygl Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Tollgæslan Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira