Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 10:52 Stjórnvöld í Úkraínu og víðar hljóta nú að bíða eftir næsta útspili Trump en hann mun ávarpa Bandaríkjaþing í kvöld og boðar tíðindi. AP/Ben Curtis Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu. Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu.
Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira