Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2025 10:00 Karen er hætt í handbolta eftir magnaðan feril. Ein besta handboltakona Íslands til margra ára hefur lagt skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik um helgina þegar Fram mætti Haukum í bikarúrslitum. Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“ Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“
Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira