Lífið

Ævintýrapar selur fal­lega fyrstu eign

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu.
Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. SAMSETT

Kærustuparið Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Er um að ræða huggulega rúmlega 67 fermetra íbúð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum og ásett verð er tæpar 67 milljónir. 

Lizzy, eins og Elisabeth er gjarnan kölluð, er mikil ævintýrakona og hefur ferðast víða. Parið er nýkomið heim úr ferðalagi um Suður Afríku þar sem Lizzy á fjölskyldu en um þessar mundir eru þau stödd í skíðaferðalagi í Sviss. 

Íbúðin er björt og falleg tveggja herbergja stílhrein eign á fjórðu hæð við Hafnarbraut 14b, Kópavogi, og ýmis skemmtileg listaverk þekja veggina hjá parinu. Sérmerkt stæði í lokaðri bílageymslu fylgir. Hér má sjá nánari upplýsingar um íbúðina. 

Íbúðin er björt og smekkleg og skemmtileg listaverk á veggjum. Stofan, Fasteignasala Hafnarfjarðar
Yfirbyggðar svalir sem hægt er að ganga út á frá stofu og svefnherbergi.Stofan Fasteignasala Hafnarfjarðar
Snyrtilegt og nútímalegt baðherbergi.Stofan Fasteignasala Hafnarfjarðar
Rúmgott svefnherbergi.Stofan Fasteignasala Hafnarfjarðar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.