Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand, Johanna Franke og Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifa 3. mars 2025 13:02 Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar