Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 07:11 Heimildarmenn New York Times segja ákveðna áhættu felast í ákvörðuninni, sem geri ráð fyrir að Rússar gjaldi líku líkt. Getty/Omar Marques Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira