„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. mars 2025 20:07 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31