Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Árni Jóhannsson skrifar 1. mars 2025 18:46 Kári Jónsson er mikilvægur hlekkur í Valsliðinu. Vísir/Diego Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. ÍR byrjaði leikinn mun betur í kvöld og með Hákon Örn Hjálmarsson fremstan í flokki voru þeir komnir í 7-18 um miðjan fyrsta leikhluta og svo 14-22 skömmu síðar. Hákon skoraði 15 stig á þessum kafla og ÍR-ingar voru að fá skotin sem að þeim líkaði vel við. Valsmenn fundu sig betur varnarlega og í kjölfarið kom sóknin þannig að forskotið var nagað niður og þegar skipt var um leikhluta þá var staðan 22-27 fyrir ÍR. Valsmenn höfðu fundið taktinn varnarlega, hleyptu ÍR-ingum ekki á þá staði sem ÍR vildi og þegar þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta var staðan orðin jöfn 30-30. Þá var skipst fyrst á körfum og svo forystunni alveg þangað til flautað var til leikhlés í stöðunni 51-51. ÍR hafði hitt úr 11 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og Valsmenn hitt úr 13 tveggja stiga skotum á sama tíma en höfðu fengið fleiri víti. Þriðji leikhluti fór mjög hægt af stað sóknarlega. Bæði lið juku ákafann í varnarleik sínum og það sást. Liðin hittu mjög illa en Valsmenn voru að koma sér á vítalínuna og voru yfir 57-53 þegar fimm mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Liðin fundu fjöl sína örlítið betur seinni helming leikhlutans og ÍR átti mjög góðan lokasprett til að minnka forskotið úr sex stigum niður í eitt þegar þegar leikhlutanum lauk í stöðunni 71-70 fyrir heimamenn. Fjórði leikhlutinn var svo bland beggja. Liðin settu niður stórar körfur og náðu stórum stoppum. Liðin fengu framlag úr mörgum áttum en Valsmenn gerðu vel í að hægja á Falko og Hákoni en Oscar Jorgensen var ansi drjúgur í lokafjórðungnum. Hann jafnaði metin með þriggja stiga körfu til að mynda í stöðuna 80-80 þegar um fimm mínútur voru eftir. Hákon Örn tók þá við og kom ÍR fjórum stigum yfir með þrist þegar um tvær mínútur lifðu leiksins. Staðan 83-87 fyrir ÍR sem gripu ekki tækifærið í lok leiksins til að innsigla sigurinn. ÍR-ingar heldur betur fengu tækifæri til þess en Valsmenn náðu að gera Falko erfitt fyrir þegar hann keyrði að körfunni ítrekað og kvörtuðu ÍR-ingar yfir því að dómarar leiksins létu það ótalið. Lái þeir hver sem vill en það var búið að flauta á allskonar snertingar fyrr í leiknum. Borche var sérstaklega ósáttur en Valsmenn gripu tækifærið. Heimamenn minnkuðu muninn í tvö stig og hirtu svo sigurinn eftir sóknarfrákast frá Kristófer Acox sem sendi boltann á Kára Jónsson sem smellti þristinum ofan í og kom Val yfir 88-87. ÍR náðu ekki að skora og Kristinn Pálsson jók muninn í þrjú stig af vítalínunni og Kavas náði ekki að setja þrist niður til að jafna metin í blálokin. Valsmenn fögnuðu ógurlega og máttu gera það eftir erfiðan leik. Atvik leiksins Það verður að vera þristurinn frá Kára sem tryggði sigurinn í raun og veru. Kristófer Acox náði í sóknarfrákast og fann Kára í góðri stöðu sem sendi boltann í gegnum hringinn. Fyrsti þristurinn hans í sex tilraunum. Stjörnur og skúrkar Kári var að lokum stjarna leiksins. Mögulega hefði hann verið skúrkur ef hann hefði klikkað. Hann skoraði 14 stig en Taiwo Badmus var stigahæstur með 21 stig. Joshua Jefferson skilaði svo 18 stigum og það er fróðlegt að fylgjast með honum nálgast sitt besta. Hjá ÍR var Hákon Örn stigahæstur með 24 stig en Falko og Jorgensen skiluðu 17 stigum báðir. Mikilvægt fyrir ÍR að fá framlag t.d. frá Jorgensen þegar Falko kemst ekki yfir 20 stigin. Dómarar Voru skrýtnir. Mikið flautað í upphafi seinni hálfleiks en svo bara hætti það og eins og að þeir hafi fengið þau skilaboð að það væri leiðinlegt að fylgjast með flautukonsertinum þeirra. Það mögulega kostaði ÍR meira en Val eins og Borche fór yfir í viðtalinu sínu. Umgjörð og stemmning Frábær stemmning. Ghetto Hooligans voru að sjálfsögðu mættir með læti og það vakti Valsmenn til að hvetja sitt lið. Mjög gott. Viðtöl Finnur Freyr: Karakter að klára þetta Þjálfari Valsmann, Finnur Freyr Stefánsson, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Má ekki segja að þetta hafi hafst að hans mati? „Jú bara eins og við töluðum um. Hörkuleikur. Stundum enda þessir leikir á því að vera eitt „possession“ til eða frá og sem betur fer áttum við síðasta orðið. Það sem skilaði þessu var svo bara eitt stopp. Sóknarfrákastið frá Kristó undir lokin og eitt stopp svo alveg í lokin. Það er örugglega hægt að finna eitthvað annað en ÍR spiluðu frábærlega. Hittu mjög vel og spiluðu vel á sínum mannskap. Þeir eru ótrúlega gott lið. Það er hrikalega gott lið og það er erfitt að spila við þá. Sama hvort við náðum smá mun þá voru þeir fljótir að refsa og það skipti engu máli hvað gerðist þeir komu alltaf aftur.„ Var Finnur ánægður með sína menn? „Ég er ánægður með margt í okkar leik. Karakter að klára þetta í lokin en mér fannst við fara illa að ráði okkar í kringum körfuna og mér fannst við vera að búa til mikið af góðum færum sem við nýttum illa og við vorum ekki að skjóta boltanum vel. Þannig er körfuboltinn oft. Við gerðum nokkur dýrkeypt mistök sem við þurfum að þurrka út en á móti þá spiluðum við góða vörn.“ Körfubolti Bónus-deild karla Valur ÍR
Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. ÍR byrjaði leikinn mun betur í kvöld og með Hákon Örn Hjálmarsson fremstan í flokki voru þeir komnir í 7-18 um miðjan fyrsta leikhluta og svo 14-22 skömmu síðar. Hákon skoraði 15 stig á þessum kafla og ÍR-ingar voru að fá skotin sem að þeim líkaði vel við. Valsmenn fundu sig betur varnarlega og í kjölfarið kom sóknin þannig að forskotið var nagað niður og þegar skipt var um leikhluta þá var staðan 22-27 fyrir ÍR. Valsmenn höfðu fundið taktinn varnarlega, hleyptu ÍR-ingum ekki á þá staði sem ÍR vildi og þegar þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta var staðan orðin jöfn 30-30. Þá var skipst fyrst á körfum og svo forystunni alveg þangað til flautað var til leikhlés í stöðunni 51-51. ÍR hafði hitt úr 11 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og Valsmenn hitt úr 13 tveggja stiga skotum á sama tíma en höfðu fengið fleiri víti. Þriðji leikhluti fór mjög hægt af stað sóknarlega. Bæði lið juku ákafann í varnarleik sínum og það sást. Liðin hittu mjög illa en Valsmenn voru að koma sér á vítalínuna og voru yfir 57-53 þegar fimm mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Liðin fundu fjöl sína örlítið betur seinni helming leikhlutans og ÍR átti mjög góðan lokasprett til að minnka forskotið úr sex stigum niður í eitt þegar þegar leikhlutanum lauk í stöðunni 71-70 fyrir heimamenn. Fjórði leikhlutinn var svo bland beggja. Liðin settu niður stórar körfur og náðu stórum stoppum. Liðin fengu framlag úr mörgum áttum en Valsmenn gerðu vel í að hægja á Falko og Hákoni en Oscar Jorgensen var ansi drjúgur í lokafjórðungnum. Hann jafnaði metin með þriggja stiga körfu til að mynda í stöðuna 80-80 þegar um fimm mínútur voru eftir. Hákon Örn tók þá við og kom ÍR fjórum stigum yfir með þrist þegar um tvær mínútur lifðu leiksins. Staðan 83-87 fyrir ÍR sem gripu ekki tækifærið í lok leiksins til að innsigla sigurinn. ÍR-ingar heldur betur fengu tækifæri til þess en Valsmenn náðu að gera Falko erfitt fyrir þegar hann keyrði að körfunni ítrekað og kvörtuðu ÍR-ingar yfir því að dómarar leiksins létu það ótalið. Lái þeir hver sem vill en það var búið að flauta á allskonar snertingar fyrr í leiknum. Borche var sérstaklega ósáttur en Valsmenn gripu tækifærið. Heimamenn minnkuðu muninn í tvö stig og hirtu svo sigurinn eftir sóknarfrákast frá Kristófer Acox sem sendi boltann á Kára Jónsson sem smellti þristinum ofan í og kom Val yfir 88-87. ÍR náðu ekki að skora og Kristinn Pálsson jók muninn í þrjú stig af vítalínunni og Kavas náði ekki að setja þrist niður til að jafna metin í blálokin. Valsmenn fögnuðu ógurlega og máttu gera það eftir erfiðan leik. Atvik leiksins Það verður að vera þristurinn frá Kára sem tryggði sigurinn í raun og veru. Kristófer Acox náði í sóknarfrákast og fann Kára í góðri stöðu sem sendi boltann í gegnum hringinn. Fyrsti þristurinn hans í sex tilraunum. Stjörnur og skúrkar Kári var að lokum stjarna leiksins. Mögulega hefði hann verið skúrkur ef hann hefði klikkað. Hann skoraði 14 stig en Taiwo Badmus var stigahæstur með 21 stig. Joshua Jefferson skilaði svo 18 stigum og það er fróðlegt að fylgjast með honum nálgast sitt besta. Hjá ÍR var Hákon Örn stigahæstur með 24 stig en Falko og Jorgensen skiluðu 17 stigum báðir. Mikilvægt fyrir ÍR að fá framlag t.d. frá Jorgensen þegar Falko kemst ekki yfir 20 stigin. Dómarar Voru skrýtnir. Mikið flautað í upphafi seinni hálfleiks en svo bara hætti það og eins og að þeir hafi fengið þau skilaboð að það væri leiðinlegt að fylgjast með flautukonsertinum þeirra. Það mögulega kostaði ÍR meira en Val eins og Borche fór yfir í viðtalinu sínu. Umgjörð og stemmning Frábær stemmning. Ghetto Hooligans voru að sjálfsögðu mættir með læti og það vakti Valsmenn til að hvetja sitt lið. Mjög gott. Viðtöl Finnur Freyr: Karakter að klára þetta Þjálfari Valsmann, Finnur Freyr Stefánsson, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Má ekki segja að þetta hafi hafst að hans mati? „Jú bara eins og við töluðum um. Hörkuleikur. Stundum enda þessir leikir á því að vera eitt „possession“ til eða frá og sem betur fer áttum við síðasta orðið. Það sem skilaði þessu var svo bara eitt stopp. Sóknarfrákastið frá Kristó undir lokin og eitt stopp svo alveg í lokin. Það er örugglega hægt að finna eitthvað annað en ÍR spiluðu frábærlega. Hittu mjög vel og spiluðu vel á sínum mannskap. Þeir eru ótrúlega gott lið. Það er hrikalega gott lið og það er erfitt að spila við þá. Sama hvort við náðum smá mun þá voru þeir fljótir að refsa og það skipti engu máli hvað gerðist þeir komu alltaf aftur.„ Var Finnur ánægður með sína menn? „Ég er ánægður með margt í okkar leik. Karakter að klára þetta í lokin en mér fannst við fara illa að ráði okkar í kringum körfuna og mér fannst við vera að búa til mikið af góðum færum sem við nýttum illa og við vorum ekki að skjóta boltanum vel. Þannig er körfuboltinn oft. Við gerðum nokkur dýrkeypt mistök sem við þurfum að þurrka út en á móti þá spiluðum við góða vörn.“
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli