Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2025 15:05 Hátíðin byrjar alltaf á hópreið út á Mývatni þar sem þátttakan er alltaf góð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt. Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Sjá meira
Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend
Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fleiri fréttir Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Sjá meira