Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun