Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar 1. mars 2025 12:31 Veljum Kolbrúnu Pálsdóttur sem rektor Nú stendur fyrir dyrum rektorskjör við Háskóla Íslands og Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, er ein þeirra sem býður sig fram til embættisins. Ég styð framboð Kolbrúnar eindregið enda ætlar hún að beita sér af krafti fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands líkt og hún hefur gert með árangursríkum hætti þau sjö ár sem hún hefur verið forseti Menntavísindasviðs. Í framboði sínu hefur Kolbrún skýrt hvers vegna það skiptir höfuðmáli að styrkja fjárhag Háskólans. Í fyrsta lagi er það mikilvægt til þess að tryggja gæðamenntun í Háskóla Íslands á öllum námsstigum með fjölbreyttum námsleiðum þar sem áhersla er á margs konar námsform og hagnýt og skapandi verkefni. Í öðru lagi til þess að skapa aðlaðandi og áhugaverð starfskjör og starfsaðstæður fyrir starfsfólk Háskóla Íslands. Í þriðja lagi til þess að styðja betur við hagsmuni stúdenta, þróa námsstyrkjakerfi og aðstæður fyrir fjölbreyttan hóp stúdenta til að helga sig náminu. Í fjórða lagi til þess að efla rannsóknir, stórefla stuðning við styrkumsóknir rannsakenda, auka stuðning til doktorsnema og styðja uppbyggingu þverfræðilegrar rannsóknarmiðju í Vatnsmýri. Ég hvet ykkur til þess að skoða stefnumál Kolbrúnar og víðtæka stjórnunarreynslu hennar hjá Reykjavíkurborg og við Háskóla Íslands. Ég hef starfað með henni á Menntavísindasviði og séð hana beita sér og láta gríðarlega mikilvæg samfélagsverkefni verða að veruleika. Í samvinnu við háskólayfirvöld, stjórnvöld, stéttar- og fagfélög og aðra hagsmunaaðila hefur Kolbrún átt virkan þátt í að efla kennaramenntun, fjölga útskrifuðum kennurum, koma á raunfærnimati, bæta fjárhag Menntavísindasviðs, auka tengsl sviðins við önnur svið Háskólans m.a. með sameiginlegum kennslustöðum, og undirbúa flutning sviðsins í Sögu. Til þess að ná slíkum árangri þarf samskiptahæfni, vilja til að hlusta á raddir annarra og leikni við að komast að sameiginlegum lausnum. Þessa hæfileika hefur x-Kolbrún. Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Veljum Kolbrúnu Pálsdóttur sem rektor Nú stendur fyrir dyrum rektorskjör við Háskóla Íslands og Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, er ein þeirra sem býður sig fram til embættisins. Ég styð framboð Kolbrúnar eindregið enda ætlar hún að beita sér af krafti fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands líkt og hún hefur gert með árangursríkum hætti þau sjö ár sem hún hefur verið forseti Menntavísindasviðs. Í framboði sínu hefur Kolbrún skýrt hvers vegna það skiptir höfuðmáli að styrkja fjárhag Háskólans. Í fyrsta lagi er það mikilvægt til þess að tryggja gæðamenntun í Háskóla Íslands á öllum námsstigum með fjölbreyttum námsleiðum þar sem áhersla er á margs konar námsform og hagnýt og skapandi verkefni. Í öðru lagi til þess að skapa aðlaðandi og áhugaverð starfskjör og starfsaðstæður fyrir starfsfólk Háskóla Íslands. Í þriðja lagi til þess að styðja betur við hagsmuni stúdenta, þróa námsstyrkjakerfi og aðstæður fyrir fjölbreyttan hóp stúdenta til að helga sig náminu. Í fjórða lagi til þess að efla rannsóknir, stórefla stuðning við styrkumsóknir rannsakenda, auka stuðning til doktorsnema og styðja uppbyggingu þverfræðilegrar rannsóknarmiðju í Vatnsmýri. Ég hvet ykkur til þess að skoða stefnumál Kolbrúnar og víðtæka stjórnunarreynslu hennar hjá Reykjavíkurborg og við Háskóla Íslands. Ég hef starfað með henni á Menntavísindasviði og séð hana beita sér og láta gríðarlega mikilvæg samfélagsverkefni verða að veruleika. Í samvinnu við háskólayfirvöld, stjórnvöld, stéttar- og fagfélög og aðra hagsmunaaðila hefur Kolbrún átt virkan þátt í að efla kennaramenntun, fjölga útskrifuðum kennurum, koma á raunfærnimati, bæta fjárhag Menntavísindasviðs, auka tengsl sviðins við önnur svið Háskólans m.a. með sameiginlegum kennslustöðum, og undirbúa flutning sviðsins í Sögu. Til þess að ná slíkum árangri þarf samskiptahæfni, vilja til að hlusta á raddir annarra og leikni við að komast að sameiginlegum lausnum. Þessa hæfileika hefur x-Kolbrún. Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar