Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:30 Helmingur allra blaðamanna á Grænlandi vinna við fréttadeild ríkisútvarpsins. Kalaallit Nunaata Radioa Fréttastofa grænlenska ríkisútvarpsins sneri aftur til starfa síðdegis í dag eftir tæplega tveggja daga verkfall. Kosningar fara fram í Grænlandi ellefta mars næstkomandi. Helmingur allra blaðamanna landsins vinna við fréttadeild ríkisútvaprsins. Sermitsiaq greinir frá þessu en er það hinn tveggja fjölmiðla Grænlands. Sextán starfsmenn fréttadeildarinnar lögðu niður störf í gær og krefjast þess að ráðin verði bót á mikilli manneklu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá starfsmönnunum að fjórir starfsmenn sinni vinnu tólf og að það hafi víðtæk áhrif á heilbrigði starfsfólks og gæði frétta. Útvarpsfréttir á dönsku lagðar niður fram til kosninga Kosningar til grænlenska þingsins fara fram ellefta mars næstkomandi og segja starfsmennirnir að ekki verði hægt að gera kosningabaráttunni nægilega góð skil við núverandi vinnuaðstæður. Hópur starfsmanna hafi farið á fund stjórnenda ríkisútvarpsins og borið það undir þá að leggja niður útvarpsfréttir á dönsku og grænlensku fram til kosninga svo hægt verði að einbeita sér að fréttaskrifum á vefmiðlinum knr.gl og kvöldfréttum í sjónvarpi. Stjórnendur hafi ekki bænheyrt starfsfólkið en ákváðu að ekki yrðu sendar út útvarpsfréttir á dönsku fram til kosninga til að hlífa fréttamönnum við þýðingar. Þetta segir starfsfólkið munu skapa sundrungu í starfsmannahópnum og aðeins bæta við þegar mikið vinnuálag grænlenskumælandi fréttamanna. Ekki forsvaranlegt að fjalla um kosningar við aðstæðurnar „Þess vegna finnum við okkur nauðbeygð til að leggja niður störf. Við erum fullkomlega meðvituð um að verkfall þetta komi á versta hugsanlega tímapunkti. Það eru þingkosningar ellefta mars og sveitarstjórnarkosningar fyrsta apríl og sem ríkisútvarp berum við skyldu til að fjalla um það,“ segir í tilkynningu starfsfólksins. Það er ekkert sem við viljum frekar en að fjalla um kosningarnar. En það þarf að vera forsvaranlegt og það er það einfaldlega ekki á þessum tímapunkti,“ segir starfsfólkið. Fréttamennirnir sneru aftur til starfa sinna síðdegis í dag en stjórnendur hafa gefið starfsmönnunum sextán uppsagnarviðvörun þar sem vinnustöðvunin brýtur í bága við kjarasamning. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira
Sermitsiaq greinir frá þessu en er það hinn tveggja fjölmiðla Grænlands. Sextán starfsmenn fréttadeildarinnar lögðu niður störf í gær og krefjast þess að ráðin verði bót á mikilli manneklu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá starfsmönnunum að fjórir starfsmenn sinni vinnu tólf og að það hafi víðtæk áhrif á heilbrigði starfsfólks og gæði frétta. Útvarpsfréttir á dönsku lagðar niður fram til kosninga Kosningar til grænlenska þingsins fara fram ellefta mars næstkomandi og segja starfsmennirnir að ekki verði hægt að gera kosningabaráttunni nægilega góð skil við núverandi vinnuaðstæður. Hópur starfsmanna hafi farið á fund stjórnenda ríkisútvarpsins og borið það undir þá að leggja niður útvarpsfréttir á dönsku og grænlensku fram til kosninga svo hægt verði að einbeita sér að fréttaskrifum á vefmiðlinum knr.gl og kvöldfréttum í sjónvarpi. Stjórnendur hafi ekki bænheyrt starfsfólkið en ákváðu að ekki yrðu sendar út útvarpsfréttir á dönsku fram til kosninga til að hlífa fréttamönnum við þýðingar. Þetta segir starfsfólkið munu skapa sundrungu í starfsmannahópnum og aðeins bæta við þegar mikið vinnuálag grænlenskumælandi fréttamanna. Ekki forsvaranlegt að fjalla um kosningar við aðstæðurnar „Þess vegna finnum við okkur nauðbeygð til að leggja niður störf. Við erum fullkomlega meðvituð um að verkfall þetta komi á versta hugsanlega tímapunkti. Það eru þingkosningar ellefta mars og sveitarstjórnarkosningar fyrsta apríl og sem ríkisútvarp berum við skyldu til að fjalla um það,“ segir í tilkynningu starfsfólksins. Það er ekkert sem við viljum frekar en að fjalla um kosningarnar. En það þarf að vera forsvaranlegt og það er það einfaldlega ekki á þessum tímapunkti,“ segir starfsfólkið. Fréttamennirnir sneru aftur til starfa sinna síðdegis í dag en stjórnendur hafa gefið starfsmönnunum sextán uppsagnarviðvörun þar sem vinnustöðvunin brýtur í bága við kjarasamning.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sjá meira