Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 13:28 Sérfræðingar telja að afturköllun fjárstuðnings muni leiða til dauðsfalla fjölda barna þar sem ekki verður lengur hægt að bólusetja þau gegn lífshættulegum sjúkdómum. EPA Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afturkallað fjárhagsaðstoð við fjölmörg þróunar- og mannúðarverkefni og er ákvörðunin tekin í hagræðingarskyni og með hagsmuni ríkisstjórnar Bandaríkjanna að leiðarljósi. Afturköllunin nær til um 5.800 verkefna um heim allan. New York Times greinir frá. Umsjónarfólk flóttamannabúða, heilsugæslustöðva sem sjá um bólusetningar gegn berklum, aðgerðir sem snúa að bólusetningum gegn lömunarveiki og fjölda annarra samtaka sem hafa þegið mikilvægan fjárstuðning fyrir verkefni, sem miða að því að bjarga mannslífum, hafa nú misst allan fjárstuðning frá Bandaríkjunum Skrifstofa alþjóðlegra þróunarmála Bandaríkjanna dró styrkina til baka og staðfesti þar með að þeir styrkir sem áður höfðu verið frystir tímabundið yrðu nú einnig afturkallaðir og engin von um frekari aðstoð frá Bandaríkjunum. Mörg verkefnanna höfðu fengið tímabundna frystingu þar sem þau voru skilgreind sem lífsnauðsynleg og myndu bjarga mannslífum. Þróunarverkefni sem missa fjárstuðning Meðal verkefna sem fá ekki frekari stuðning eru meðal annars HIV-meðferðarstofnanir sem hafa veitt milljónum þjónustu, miðstöðvar sem hafa haft umsjón með þeim löndum sem verst eru sett gagnvart malaríu í Afríku og alþjóðlegt átak til að eyða lömunarveiki á heimsvísu. Dr. Catherine Kyubutungi, framkvæmdastjóri African Population and Health Research Center, staðhæfir að þetta muni leiða til dauðsfalla en fjárstuðningur til verkefna sem halda utan um fjölda dauðsfalla hafa einnig misst fjárstuðning og því verður erfitt að átta sig á áhrifunum sem þetta mun hafa. Meðal þróunarverkefnanna eru bólusetningar milljóna barna gegn lömunarveiki, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir við malaríu sem hefðu veitt vernd fyrir 53 milljónir manna og aðgerðir gegn vannæringu barna í Jemen. Aðallyfjadreifing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við berklum verður fyrir miklum áhrifum og þjónusta við þá sem smitaðir eru af HIV-veirunni og aðgerðir til að koma í veg fyrir að smitaðar, þungaðar konur smiti börn sín í fæðingu. Alvarlegar afleiðingar Þá mun eftirlit með ebólu-smitum í Úganda missa fjárstuðning, dreifing lyfja í Kenía meðal annars við HIV-veirunni og malaríu, einnig neyðarskýli í Suður-Afríku fyrir konur og börn sem eru fórnarlömb nauðgana og heimilisofbeldis. Einnig hefur þetta áhrif á aðgengi að hreinu vatni í flóttamannabúðum í Austur-Kongó, heilbrigðisþjónustu fyrir konur og börn í Nepal og mannúðarverkefni í Nígeríu sem vinnur að því að koma í veg fyrir vannæringu barna og kvenna. Heilbrigðisþjónusta mun einnig leggjast af í hluta Súdan og það sama á við um þjónustu fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín í Eþíópíu. Fjöldi annarra þróunarverkefna mun leggjast af vegna afturköllunar styrkjanna frá Bandaríkjastjórn sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar víða um heim. Bandaríkin Donald Trump Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Tengdar fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
New York Times greinir frá. Umsjónarfólk flóttamannabúða, heilsugæslustöðva sem sjá um bólusetningar gegn berklum, aðgerðir sem snúa að bólusetningum gegn lömunarveiki og fjölda annarra samtaka sem hafa þegið mikilvægan fjárstuðning fyrir verkefni, sem miða að því að bjarga mannslífum, hafa nú misst allan fjárstuðning frá Bandaríkjunum Skrifstofa alþjóðlegra þróunarmála Bandaríkjanna dró styrkina til baka og staðfesti þar með að þeir styrkir sem áður höfðu verið frystir tímabundið yrðu nú einnig afturkallaðir og engin von um frekari aðstoð frá Bandaríkjunum. Mörg verkefnanna höfðu fengið tímabundna frystingu þar sem þau voru skilgreind sem lífsnauðsynleg og myndu bjarga mannslífum. Þróunarverkefni sem missa fjárstuðning Meðal verkefna sem fá ekki frekari stuðning eru meðal annars HIV-meðferðarstofnanir sem hafa veitt milljónum þjónustu, miðstöðvar sem hafa haft umsjón með þeim löndum sem verst eru sett gagnvart malaríu í Afríku og alþjóðlegt átak til að eyða lömunarveiki á heimsvísu. Dr. Catherine Kyubutungi, framkvæmdastjóri African Population and Health Research Center, staðhæfir að þetta muni leiða til dauðsfalla en fjárstuðningur til verkefna sem halda utan um fjölda dauðsfalla hafa einnig misst fjárstuðning og því verður erfitt að átta sig á áhrifunum sem þetta mun hafa. Meðal þróunarverkefnanna eru bólusetningar milljóna barna gegn lömunarveiki, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir við malaríu sem hefðu veitt vernd fyrir 53 milljónir manna og aðgerðir gegn vannæringu barna í Jemen. Aðallyfjadreifing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við berklum verður fyrir miklum áhrifum og þjónusta við þá sem smitaðir eru af HIV-veirunni og aðgerðir til að koma í veg fyrir að smitaðar, þungaðar konur smiti börn sín í fæðingu. Alvarlegar afleiðingar Þá mun eftirlit með ebólu-smitum í Úganda missa fjárstuðning, dreifing lyfja í Kenía meðal annars við HIV-veirunni og malaríu, einnig neyðarskýli í Suður-Afríku fyrir konur og börn sem eru fórnarlömb nauðgana og heimilisofbeldis. Einnig hefur þetta áhrif á aðgengi að hreinu vatni í flóttamannabúðum í Austur-Kongó, heilbrigðisþjónustu fyrir konur og börn í Nepal og mannúðarverkefni í Nígeríu sem vinnur að því að koma í veg fyrir vannæringu barna og kvenna. Heilbrigðisþjónusta mun einnig leggjast af í hluta Súdan og það sama á við um þjónustu fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín í Eþíópíu. Fjöldi annarra þróunarverkefna mun leggjast af vegna afturköllunar styrkjanna frá Bandaríkjastjórn sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar víða um heim.
Bandaríkin Donald Trump Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Tengdar fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40