Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Jón Þór Stefánsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 11:46 Myndin er úr safni. Getty Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind. Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira