Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 20:02 Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna og Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík ræddu áherslur nýs meirihluta í borginni í Pallborðinu í dag. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í minnihluta búast við fjörugum umræðum í borgarstjórn á næstu mánuðum. Vísir Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér: Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér:
Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira