Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 20:02 Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna og Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík ræddu áherslur nýs meirihluta í borginni í Pallborðinu í dag. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í minnihluta búast við fjörugum umræðum í borgarstjórn á næstu mánuðum. Vísir Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér: Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Borgarstjórnarfulltrúar og meiri- og minnihluta í Reykjavík mættu í Pallborðið í dag og ræddu verkefnin framundan og helstu átakalínur í borgarmálunum. Í þættinum var ný samstarfsyfirlýsing Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna rædd. Þar kemur meðal annars fram að markmið meirihlutans sé að auka ferðatíðni Strætó og bæta þjónustu við farþega, meðal annars með vönduðum biðstöðvum. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks fólksins og nýr formaður skóla- og frístundaráðs sagði í Pallborði að Strætó ætti að geta farið fleiri ferðir næsta haust. „Það er verið að stofna næstu daga nýtt félag um Strætó. Þetta kom fram á fundi sem ég var á í gær. Ríkið er að koma inn með fjármagn sem er um 33 prósent af kostnaði þannig að nú höfum við kannski ráð á því að fjölga ferðum strax í haust,“ segir Helga. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir engin ný tíðindi í því að strætóferðum verði fjölgað.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar sagði að um væri að ræða mál sem hefði verið unnið þegar hann stjórnaði borginni. „Við uppfærslu samgöngusáttmálans var ákveðið að auka ferðatíðni Strætó. Þetta lá fyrir þegar ég var borgarstjóri. Öll sveitarfélög og ríkið ákváðu þetta á þeim tíma. Þetta er því ekki ákvörðun núverandi meirihluta heldur er unnið fyrir hans tíð,“ segir Einar. Fækka ekki bílastæðum fyrr en Borgarlínum kemur Samfara þéttingu byggðar hefur bílastæðum víða verið fækkað, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Helga Þórðardóttir segir að ekki verði gengið lengra í að fækka bílastæðum í borginni. „Það liggur fyrir eldri áætlun um að fækka bílastæðum. Við ætlum að stöðva þær áætlanir þangað til þessi frábæra Borgarlína er komin í gagnið,“ segir Helga. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir meirihlutann ætla að staldra aðeins við varðandi þessi mál. Þær hafi t.d. samið um að bílastæðareglur borgarinnar og íbúakort verði endurskoðuð. Líf Magneudóttir segir að núverandi meirihluti ætli að staldra aðeins við varðandi bílastæði og íbúakort.Vísir/Vilhelm „Það sem er verið að segja með þessu er að við ætlum aðeins að bakka. Við ætlum að vera í meira samtali við fólk og endurskoða þetta,“ segir Líf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tók í Pallborði í dag undir með Helgu Þórðardóttur um mikilvægi þess að standa vörð um bílastæði þegar almenningssamgöngur séu ekki betri. „Ég get tekið undir með Helgu í þessu máli. Þá það að ekki sé hægt að vera með þá stefnu að draga úr fjölda bílastæða og reyna að ýta fólki inn í aðra fararmáta meðan þeir eru ekki í boði,“ segir Hildur. Horfa má á Pallborðið í heild hér:
Pallborðið Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira