Lífið

Katy Perry fer út í geim

Árni Sæberg skrifar
Katy Perry er ein skærasta poppstjarna samtímans.
Katy Perry er ein skærasta poppstjarna samtímans. Samir Hussein/WireImage

Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur.

Í tilkynningu Blue Origin um flugið segir að um borð verði þær Aisha Bowe, Amanda Nguyen, Gayle King, Katy Perry, Kerianne Flynn og Lauren Sánchez en sú síðastnefnda hafi fengið hinar til liðs við áhöfnina.

Í tilkynningunni er haft eftir Sánchez, sem er verðlaunablaðamaður, metsöluhöfundur og þyrluflugmaður, að hún sé stolt að leiða teymi könnuða í leiðangri sem muni breyta sýn þeirra á jörðina, valdefla þær til þess að segja sögu sína, og veita komandi kynslóðum innblástur um ókomna tíð.

Í áhöfninni mun ýmissa grasa kenna en þar verða meðal annars fyrrverandi eldflaugavísindamaður hjá NASA, ritstjóri Oprah Daily, kvikmyndagerðarmaður, geimferðalíffræðingur og áðurnefnd poppstjarna.


Tengdar fréttir

Komst loks út í geim sextíu árum síðar

Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara.

William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar

Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.