Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 19:00 Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Vísir/Bjarni Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. Fyrirtaka var í héraðsdómi í gær í máli piltsins sem sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Líkt og greint var frá í Kompás fylgdist árásarmaðurinn, sem er fyrrverandi kærasti stúlkunnar sem lifði af, með ferðum hennar í gegnum staðsetningarforritið Live360 kvöldið örlagaríka. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði pilturinn skoðað staðsetningu stúlkunnar 148 sinnum daginn sem árásin var framin. Samkvæmt farsímagögnum var Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Sjá einnig: Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir stúlkunni að þau hafi deilt staðsetningu sinni með hvort öðru í appinu á meðan þau voru í sambandi. Enn hafi verið opið fyrir aðgang að upplýsingunum eftir að sambandinu lauk. Foreldrar þurfi einnig að þekkja hætturnar Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að afar almennt er meðal ungmenna að nýta sambærileg forrit til að deila staðsetningu sinni með öðrum og þykir jafnvel ekkert tiltöku mál. Það geti verið þægilegt að vita hvar vinirnir eru og jafnvel veitt ákveðið öryggi þegar staðsetningu er deilt með vinum og fjölskyldu sem viðkomandi treystir. Helga Þórisdóttir, forstjóri persónuverndar segir erindi sem tengjast slíkum forritum ekki hafa borist til stofnunarinnar. Þróunin sé hins vegar áhyggjuefni. „Við viljum náttúrlega öryggi barna sem mest. Þarna held ég að sé aðallega kannski hættan að börn séu ekki að láta of stóran hóp til dæmis vita hvar þau ætli að vera. Vegna þess að það gefur náttúrlega augaleið að það getur boðið hættunni heim að einhver, fyrir utan foreldra og forráðamenn, viti hvar barnið er,“ segir Helga. Foreldrar nýta tæknina einmitt einnig í auknum mæli til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni. Það segir Helga ekki hættulaust heldur. „Þú ert búinn að búa til einhverja rás í rauninni þannig að þú getir fylgst með barninu þínu. En þá er þarna komin rás fyrir kannski kunnáttufólk að komast inn í þau samskipti. Það hefur sýnt sig til dæmis að með því að nota ákveðin öpp í farsímanum, þá ert þú í rauninni búinn að búa til ákveðið aðgengi, jafnvel óprúttinna aðila og þeirra sem hafa ekki gott í hyggju,“ segir Helga. Samfélagsmiðlar Persónuvernd Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Símanotkun barna Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Fyrirtaka var í héraðsdómi í gær í máli piltsins sem sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Líkt og greint var frá í Kompás fylgdist árásarmaðurinn, sem er fyrrverandi kærasti stúlkunnar sem lifði af, með ferðum hennar í gegnum staðsetningarforritið Live360 kvöldið örlagaríka. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði pilturinn skoðað staðsetningu stúlkunnar 148 sinnum daginn sem árásin var framin. Samkvæmt farsímagögnum var Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Sjá einnig: Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir stúlkunni að þau hafi deilt staðsetningu sinni með hvort öðru í appinu á meðan þau voru í sambandi. Enn hafi verið opið fyrir aðgang að upplýsingunum eftir að sambandinu lauk. Foreldrar þurfi einnig að þekkja hætturnar Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að afar almennt er meðal ungmenna að nýta sambærileg forrit til að deila staðsetningu sinni með öðrum og þykir jafnvel ekkert tiltöku mál. Það geti verið þægilegt að vita hvar vinirnir eru og jafnvel veitt ákveðið öryggi þegar staðsetningu er deilt með vinum og fjölskyldu sem viðkomandi treystir. Helga Þórisdóttir, forstjóri persónuverndar segir erindi sem tengjast slíkum forritum ekki hafa borist til stofnunarinnar. Þróunin sé hins vegar áhyggjuefni. „Við viljum náttúrlega öryggi barna sem mest. Þarna held ég að sé aðallega kannski hættan að börn séu ekki að láta of stóran hóp til dæmis vita hvar þau ætli að vera. Vegna þess að það gefur náttúrlega augaleið að það getur boðið hættunni heim að einhver, fyrir utan foreldra og forráðamenn, viti hvar barnið er,“ segir Helga. Foreldrar nýta tæknina einmitt einnig í auknum mæli til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni. Það segir Helga ekki hættulaust heldur. „Þú ert búinn að búa til einhverja rás í rauninni þannig að þú getir fylgst með barninu þínu. En þá er þarna komin rás fyrir kannski kunnáttufólk að komast inn í þau samskipti. Það hefur sýnt sig til dæmis að með því að nota ákveðin öpp í farsímanum, þá ert þú í rauninni búinn að búa til ákveðið aðgengi, jafnvel óprúttinna aðila og þeirra sem hafa ekki gott í hyggju,“ segir Helga.
Samfélagsmiðlar Persónuvernd Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Símanotkun barna Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira