Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 25. febrúar 2025 16:32 Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar