„Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 06:46 Það var létt yfir viðsemjendum í Karphúsinu í nótt. Vísir/Vilhelm Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent