„Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 06:46 Það var létt yfir viðsemjendum í Karphúsinu í nótt. Vísir/Vilhelm Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Sjá meira
Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Sjá meira