Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:04 Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kópavogur Skóla- og menntamál Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun