Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2025 12:31 Jón Pétur hefur áralanga reynslu úr menntakerfinu. visir/arnar „Það var haft samband við mig í október og ég beðinn um að vera á lista. Þetta var þá í raun bara varaþingmannssæti og ég ákvað að láta slag standa og kynnast nýju fólki og prófa að taka þátt í kosningabaráttu,“ segir Jón Pétur Zimsen, fyrrum kennari og skólastjóri, í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann er nú kominn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Jóns, kynntist honum, hugsjónum hans og skoðunum. Fengið mótvind í kennslunni „Ég hef alveg fengið mótvind í kennslunni og þetta er held ég ekkert nýtt. Ég er alveg vanur að hafa fólk á móti mér en líka rosalega sterka undiröldu með mér. Stundum skrifa ég færslur og fólk segir við mig persónulega að það finnist þetta flott og uppbyggilegt en þori ekki að læka færslurnar af því að það eru einhverjir sem skoða hverjir læka hitt og þetta. En ég hef alveg fengið ótal einkaskilaboð um það hvað ég standi mig vel,“ segir Jón og bætir við að stundum fái hann skilaboð frá fólki sem er honum ekki sammála. „Það er bara gott og blessað og ég tek það alltaf til greina. En á endanum stend ég fyrir það að börnum gangi vel í námi og líði vel í skólanum. Mér finnst þessi fórnarlambshugsnarháttur ekki góður. Það getur alveg verið gott að fara ofan í þetta heita bað að allir séu vondir við okkur en ég hef alltaf horft á starfið að við getum breytt lífið fólks og við höfum það af mörgum leyti mjög gott. Starfið okkar er gríðarleg krefjandi en mjög gefandi. Ef hlutirnir eru ekki krefjandi þá eru þeir ekki gefandi.“ Erfitt að reka fólk Hann segir að kennarar séu margir hverjir frábærir en ekki allir. Og þá sé mjög erfitt að losa sig við fólk í opinbera geiranum. „Mér finnst þetta oft svona skussavörn varðandi lög um opinbera starfsmenn og það háir þeim sterku starfsmönnum sem eru því þá þurfa þeir að bera fleiri og meiri byrgðar. En ég held að ekkert af okkur viti í raun hvað að skiptir miklu máli að líða vel á vinnustaðnum þínum.“ Hann segir að námslengdin í kennaranámi sé í raun ekki góð.“ „Að vera með fimm ára kennaranám, það finnst mér bull. Ég held að það skipti miklu meira máli að vera með þriggja ára nám, hagnýtt nám sem nýtist inn í kennslu og þá munu miklu fleiri sækja um það. Þá fengjum við stóran bunka af fólki til að sækja um og við gætum hreinlega valið úr hverjir kæmust inn. Í stað þess að fá fimm ára náms bunkann og við fáum ekkert að velja neitt. Grunnmengið úr því sem við fáum að velja úr skiptir miklu meira máli heldur en námstíminn.“ Ég kem lausnir Draumur Jóns er að verða menntamálaráðherra þegar núverandi stjórn springur, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég held að ráðuneytið hefði mjög gott af því að fá inn mann sem hafi mikla þekkingu á menntamálum og væri búinn að starfa í kerfinu mjög lengi. Ég kem líka með lausnir, ég er ekki bara að gagnrýna og skrifa ég mikið á Facebook-ið mitt um allskonar leiðir sem hafa virkað. Ég sé margt sem er að gerast sem er meira sýndarmennska og umbúðir heldur en eitthvað sem eigi eftir að skila einhverjum raunverulegum árangri.“ Ísland í dag Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Jóns, kynntist honum, hugsjónum hans og skoðunum. Fengið mótvind í kennslunni „Ég hef alveg fengið mótvind í kennslunni og þetta er held ég ekkert nýtt. Ég er alveg vanur að hafa fólk á móti mér en líka rosalega sterka undiröldu með mér. Stundum skrifa ég færslur og fólk segir við mig persónulega að það finnist þetta flott og uppbyggilegt en þori ekki að læka færslurnar af því að það eru einhverjir sem skoða hverjir læka hitt og þetta. En ég hef alveg fengið ótal einkaskilaboð um það hvað ég standi mig vel,“ segir Jón og bætir við að stundum fái hann skilaboð frá fólki sem er honum ekki sammála. „Það er bara gott og blessað og ég tek það alltaf til greina. En á endanum stend ég fyrir það að börnum gangi vel í námi og líði vel í skólanum. Mér finnst þessi fórnarlambshugsnarháttur ekki góður. Það getur alveg verið gott að fara ofan í þetta heita bað að allir séu vondir við okkur en ég hef alltaf horft á starfið að við getum breytt lífið fólks og við höfum það af mörgum leyti mjög gott. Starfið okkar er gríðarleg krefjandi en mjög gefandi. Ef hlutirnir eru ekki krefjandi þá eru þeir ekki gefandi.“ Erfitt að reka fólk Hann segir að kennarar séu margir hverjir frábærir en ekki allir. Og þá sé mjög erfitt að losa sig við fólk í opinbera geiranum. „Mér finnst þetta oft svona skussavörn varðandi lög um opinbera starfsmenn og það háir þeim sterku starfsmönnum sem eru því þá þurfa þeir að bera fleiri og meiri byrgðar. En ég held að ekkert af okkur viti í raun hvað að skiptir miklu máli að líða vel á vinnustaðnum þínum.“ Hann segir að námslengdin í kennaranámi sé í raun ekki góð.“ „Að vera með fimm ára kennaranám, það finnst mér bull. Ég held að það skipti miklu meira máli að vera með þriggja ára nám, hagnýtt nám sem nýtist inn í kennslu og þá munu miklu fleiri sækja um það. Þá fengjum við stóran bunka af fólki til að sækja um og við gætum hreinlega valið úr hverjir kæmust inn. Í stað þess að fá fimm ára náms bunkann og við fáum ekkert að velja neitt. Grunnmengið úr því sem við fáum að velja úr skiptir miklu meira máli heldur en námstíminn.“ Ég kem lausnir Draumur Jóns er að verða menntamálaráðherra þegar núverandi stjórn springur, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég held að ráðuneytið hefði mjög gott af því að fá inn mann sem hafi mikla þekkingu á menntamálum og væri búinn að starfa í kerfinu mjög lengi. Ég kem líka með lausnir, ég er ekki bara að gagnrýna og skrifa ég mikið á Facebook-ið mitt um allskonar leiðir sem hafa virkað. Ég sé margt sem er að gerast sem er meira sýndarmennska og umbúðir heldur en eitthvað sem eigi eftir að skila einhverjum raunverulegum árangri.“
Ísland í dag Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Sjá meira