Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 25. febrúar 2025 09:46 Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi. Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi. En hin stóra spurning er: Hvar var stjórn VR þegar þessi ákvörðun var tekin? Af hverju var hún ekki gagnrýnd eða stöðvuð fyrr? Samkvæmt fréttum var málið fyrst rætt á stjórnarfundi eftir að greiðslan hafði þegar verið innt af hendi. Það þýðir að núverandi forysta félagsins, þar með talið starfandi formaður VR, annaðhvort samþykkti þessa ráðstöfun eða gerði ekkert til að koma í veg fyrir hana. Félagsfólk eiga heimtingu á að vita hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvers vegna enginn greip inn í fyrr. Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að VR hefur sjálft gefið atvinnurekendum ráðleggingar um að stöðva biðlaunagreiðslur til starfsmanna sem hefja störf á nýjum stað. Kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur þegar starfsmaður hefur tekið nýtt starf, jafnvel þó að hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekanda. Hvernig getur sama stéttarfélag litið svo á að reglur sem það ráðleggur atvinnurekendum að fylgja eigi ekki við um eigin stjórnendur? Þegar félagsfólk greiðir í VR eiga þeir rétt á að peningarnir þeirra séu notaðir af ábyrgð og gegnsæi. Þegar formaður ákveður sjálfur að yfirgefa embætti til að taka annað starf, þá á hann ekki að fá háar biðlaunagreiðslur ofan á ný laun frá Alþingi. Þetta er siðferðislega rangt og sendir hættuleg skilaboð um að stjórnendur VR geti gengið að sjóðum félagsfólks sem sjálfsögðum hlut. Það þarf að draga lærdóm af þessu máli og tryggja að svona komi aldrei aftur upp. Ef ég hlýt kjör sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu gegnsæi og ábyrgari fjármálastjórnun þar sem félagsfólk fær skýrari upplýsingar um það hvernig fé þeirra er nýtt. Félagsfólk á skilið stéttarfélag sem vinnur fyrir þá ekki stjórnendur sem veita sjálfum sér ofurlaun á leiðinni út. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi. Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi. En hin stóra spurning er: Hvar var stjórn VR þegar þessi ákvörðun var tekin? Af hverju var hún ekki gagnrýnd eða stöðvuð fyrr? Samkvæmt fréttum var málið fyrst rætt á stjórnarfundi eftir að greiðslan hafði þegar verið innt af hendi. Það þýðir að núverandi forysta félagsins, þar með talið starfandi formaður VR, annaðhvort samþykkti þessa ráðstöfun eða gerði ekkert til að koma í veg fyrir hana. Félagsfólk eiga heimtingu á að vita hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvers vegna enginn greip inn í fyrr. Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að VR hefur sjálft gefið atvinnurekendum ráðleggingar um að stöðva biðlaunagreiðslur til starfsmanna sem hefja störf á nýjum stað. Kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur þegar starfsmaður hefur tekið nýtt starf, jafnvel þó að hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekanda. Hvernig getur sama stéttarfélag litið svo á að reglur sem það ráðleggur atvinnurekendum að fylgja eigi ekki við um eigin stjórnendur? Þegar félagsfólk greiðir í VR eiga þeir rétt á að peningarnir þeirra séu notaðir af ábyrgð og gegnsæi. Þegar formaður ákveður sjálfur að yfirgefa embætti til að taka annað starf, þá á hann ekki að fá háar biðlaunagreiðslur ofan á ný laun frá Alþingi. Þetta er siðferðislega rangt og sendir hættuleg skilaboð um að stjórnendur VR geti gengið að sjóðum félagsfólks sem sjálfsögðum hlut. Það þarf að draga lærdóm af þessu máli og tryggja að svona komi aldrei aftur upp. Ef ég hlýt kjör sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu gegnsæi og ábyrgari fjármálastjórnun þar sem félagsfólk fær skýrari upplýsingar um það hvernig fé þeirra er nýtt. Félagsfólk á skilið stéttarfélag sem vinnur fyrir þá ekki stjórnendur sem veita sjálfum sér ofurlaun á leiðinni út. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar