Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 20:00 Magnús Skúlason arkitekt og Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, vilja breytingar við hönnun byggðar. Vísir/Stefán Reykjavík er að verða að ljótri borg segir arkitekt. Hann kallar eftir aukinni fegurð við hönnun bygginga. Umhverfissálfræðingur segir fjárhagslegar forsendur vega of þungt við íbúðauppbyggingu. Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús. Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús.
Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira