Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Árni Sæberg skrifar 24. febrúar 2025 11:08 Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd hefur slegið á fingur Árvakurs, fjölmiðlaveitu Morgunblaðsins og tengdra miðla, fyrir að birta áfengisauglýsingu á Mbl.is. Um var að ræða lítið merki bjórsins Tuborg Guld á auglýsingu fyrir tónleika Skálmaldar, sem starfsmaður Árvakurs hafði ekki séð. Fjölmiðlanefnd ákvað að beita ekki sektarheimild í málinu. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar segir að nefndinni hafi borist kvörtun þann 30. október í fyrra, þar sem fram hafi komið að á netmiðlinum Mbl.is hefði sama dag birst auglýsing fyrir tónleika hljómsveitarinnar Skálmaldar þar sem sést hafi vörumerki „Tuborg Guld Pilsner“. „Að mati kvartanda væri greinilega verið að auglýsa fyrrnefnda vöru, sem væri áfeng, en ekki kom fram í auglýsingunni að um léttöl væri að ræða. Með kvörtuninni fylgdu skjáskot af auglýsingunni af vef mbl.is, skjáskot af vef framleiðandans Carlsberg, þar sem fram kemur hvert áfengisinnihald „Tuborg Guld Pilsner“ er, og stækkuð mynd af auglýsingu Skálmaldar.“ Vísir býr ekki yfir umræddu skjáskoti en auglýsingu fyrir sömu tónleika má sjá hér að neðan: Hér má sjá umrætt merki í efra vinstra horninu.Skálmöld Enginn Tuborg Guld til án áfengis Í niðurstöðu Fjölmiðlanefndar segir að Í auglýsingunni hafi heiti hljómsveitarinnar birst með stórum stöfum ásamt myndum af ýmsum plötuumslögum sveitarinnar og upplýsingum um væntanlega tónleika. Efst í hægra horni auglýsingarinnar hafi mátt sjá vörumerki „Tuborg Guld Pilsner“. Ekki hafi komið fram í texta í auglýsingunni eða með öðrum hætti að um óáfenga drykkjarvöru, léttöl, væri að ræða. Samkvæmt vef framleiðandans Carlsberg innihaldi „Tuborg Guld Pilsner“ 5,6 prósent áfengi. Hérlendis sé „Tuborg Gold Pilsner“ fáanlegur og áfengisinnihaldið sé 5,5 prósent samkvæmt vef Vínbúðarinnar. Þar komi fram að heildsali/framleiðandi sé Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.. Á vef fyrirtækisins sjáist að af vörumerkjum frá Tuborg séu aðeins „Tuborg Grøn“ og „Tuborg Classic“ fáanlegir í útgáfum með 2,25 prósent áfengisinnihald eða minna. „Af framangreindu leiðir að „Tuborg Guld Pilsner“ telst vera áfeng drykkjarvara en viðskiptaboð fyrir slíkar vörur eru óheimil, sbr. 1. málsl. 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla.“ Mannleg mistök Fram hafi komið af hálfu Árvakurs að mannleg mistök hefðu leitt til þess að umrædd auglýsing fyrir tónleika Skálmaldar, þar sem sjá mátti vörumerki frá Tuborg, hafi verið sett inn á Mbl.is. Birtingahús hefði unnið auglýsinguna fyrir Árvakur og starfsmaður fjölmiðlaveitunnar ekki tekið eftir vörumerkinu þegar tónleikaauglýsingin birtist á vefnum, enda hefði merkið verið afar smátt. Í svarerindi Árvakurs hafi komið fram að lögð væri rík áhersla á það að birta ekki áfengisauglýsingar í miðlum fjölmiðlaveitunnar og Árvakur hefði ítrekað hafnað að birta slík viðskiptaboð. Í ljósi þess að fjölmiðlaveitur beri ábyrgð á því að viðskiptaboð sem þær birta á miðlum sínum séu í samræmi við þau lög sem gilda um starfsemina verði að gera þá kröfu að þær gangi úr skugga um að viðskiptaboðin vörðuðu ekki vörur sem óheimilt sé að auglýsa. Aðgæsluskylda fjölmiðlaveitna sé því rík í þeim efnum. Jafnframt verði ábyrgð samkvæmt lögum um fjölmiðla ekki yfirfærð á aðra en lögin ná til. „Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að viðskiptaboð sem birtust á vef mbl.is þann 30. október 2024 þar sem vörumerki „Tuborg Guld Pilsner“ sást teljist til viðskiptaboða fyrir áfengi og að með miðlun þeirra á mbl.is hafi Árvakur, sem fjölmiðlaveita netmiðilsins, brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla sem bannar m.a. viðskiptaboð fyrir áfengi.“ Smávægilegt brot Þá segir að það breyti engu um ábyrgð Árvakurs að auglýsingin hafi verið unnin af birtingahúsi og starfsmaður Árvakurs hafi aldrei séð hana fullbúna. Árvakur beri fulla ábyrgð á birtingunni sem fjölmiðlaveita Mbl.is. Aftur á móti hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að falla frá sektarákvörðun í málinu, enda hafi að mati nefndarinnar verið um óverulegt brot að ræða. „Var birting vörumerkis „Tuborg Guld Pilsner“ í tónleikaauglýsingunni lítt áberandi og afar smátt. Jafnframt var litið til skýringa og svara Árvakurs og atvika máls að öðru leyti.“ Áfengi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira
Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar segir að nefndinni hafi borist kvörtun þann 30. október í fyrra, þar sem fram hafi komið að á netmiðlinum Mbl.is hefði sama dag birst auglýsing fyrir tónleika hljómsveitarinnar Skálmaldar þar sem sést hafi vörumerki „Tuborg Guld Pilsner“. „Að mati kvartanda væri greinilega verið að auglýsa fyrrnefnda vöru, sem væri áfeng, en ekki kom fram í auglýsingunni að um léttöl væri að ræða. Með kvörtuninni fylgdu skjáskot af auglýsingunni af vef mbl.is, skjáskot af vef framleiðandans Carlsberg, þar sem fram kemur hvert áfengisinnihald „Tuborg Guld Pilsner“ er, og stækkuð mynd af auglýsingu Skálmaldar.“ Vísir býr ekki yfir umræddu skjáskoti en auglýsingu fyrir sömu tónleika má sjá hér að neðan: Hér má sjá umrætt merki í efra vinstra horninu.Skálmöld Enginn Tuborg Guld til án áfengis Í niðurstöðu Fjölmiðlanefndar segir að Í auglýsingunni hafi heiti hljómsveitarinnar birst með stórum stöfum ásamt myndum af ýmsum plötuumslögum sveitarinnar og upplýsingum um væntanlega tónleika. Efst í hægra horni auglýsingarinnar hafi mátt sjá vörumerki „Tuborg Guld Pilsner“. Ekki hafi komið fram í texta í auglýsingunni eða með öðrum hætti að um óáfenga drykkjarvöru, léttöl, væri að ræða. Samkvæmt vef framleiðandans Carlsberg innihaldi „Tuborg Guld Pilsner“ 5,6 prósent áfengi. Hérlendis sé „Tuborg Gold Pilsner“ fáanlegur og áfengisinnihaldið sé 5,5 prósent samkvæmt vef Vínbúðarinnar. Þar komi fram að heildsali/framleiðandi sé Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.. Á vef fyrirtækisins sjáist að af vörumerkjum frá Tuborg séu aðeins „Tuborg Grøn“ og „Tuborg Classic“ fáanlegir í útgáfum með 2,25 prósent áfengisinnihald eða minna. „Af framangreindu leiðir að „Tuborg Guld Pilsner“ telst vera áfeng drykkjarvara en viðskiptaboð fyrir slíkar vörur eru óheimil, sbr. 1. málsl. 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla.“ Mannleg mistök Fram hafi komið af hálfu Árvakurs að mannleg mistök hefðu leitt til þess að umrædd auglýsing fyrir tónleika Skálmaldar, þar sem sjá mátti vörumerki frá Tuborg, hafi verið sett inn á Mbl.is. Birtingahús hefði unnið auglýsinguna fyrir Árvakur og starfsmaður fjölmiðlaveitunnar ekki tekið eftir vörumerkinu þegar tónleikaauglýsingin birtist á vefnum, enda hefði merkið verið afar smátt. Í svarerindi Árvakurs hafi komið fram að lögð væri rík áhersla á það að birta ekki áfengisauglýsingar í miðlum fjölmiðlaveitunnar og Árvakur hefði ítrekað hafnað að birta slík viðskiptaboð. Í ljósi þess að fjölmiðlaveitur beri ábyrgð á því að viðskiptaboð sem þær birta á miðlum sínum séu í samræmi við þau lög sem gilda um starfsemina verði að gera þá kröfu að þær gangi úr skugga um að viðskiptaboðin vörðuðu ekki vörur sem óheimilt sé að auglýsa. Aðgæsluskylda fjölmiðlaveitna sé því rík í þeim efnum. Jafnframt verði ábyrgð samkvæmt lögum um fjölmiðla ekki yfirfærð á aðra en lögin ná til. „Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að viðskiptaboð sem birtust á vef mbl.is þann 30. október 2024 þar sem vörumerki „Tuborg Guld Pilsner“ sást teljist til viðskiptaboða fyrir áfengi og að með miðlun þeirra á mbl.is hafi Árvakur, sem fjölmiðlaveita netmiðilsins, brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla sem bannar m.a. viðskiptaboð fyrir áfengi.“ Smávægilegt brot Þá segir að það breyti engu um ábyrgð Árvakurs að auglýsingin hafi verið unnin af birtingahúsi og starfsmaður Árvakurs hafi aldrei séð hana fullbúna. Árvakur beri fulla ábyrgð á birtingunni sem fjölmiðlaveita Mbl.is. Aftur á móti hafi Fjölmiðlanefnd ákveðið að falla frá sektarákvörðun í málinu, enda hafi að mati nefndarinnar verið um óverulegt brot að ræða. „Var birting vörumerkis „Tuborg Guld Pilsner“ í tónleikaauglýsingunni lítt áberandi og afar smátt. Jafnframt var litið til skýringa og svara Árvakurs og atvika máls að öðru leyti.“
Áfengi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sjá meira
Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57