Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 09:58 Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, á kosningafundi í gær. EPA Evrópa fylgist grannt með Þjóðverjum þegar þeir ganga að kjörborðinu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata verði næsti kanslari. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælast Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósenta fylgi. Næst stærstur mælist Valkostur fyrir Þýskaland (Afd), harðlínu hægri flokkur, með um tuttugu prósenta fylgi. Sósíaldemókratar mælast svo með um fimmtán prósenta fylgi, Græningjar með um þrettán. Die Linke, vinstri flokkur, mælist með um sjö prósent og aðrir mælast um fimm prósent. Um fimmtungur kjósenda sagðist óákveðinn. Vinna ekki með Afd Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. Líklegast þykir að Kristilegir demókratar myndi ríkissjórn með Sósíaldemókrötum verði það hægt. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með Afd. Merz sagði nýlega í viðtali að stuðningur bandaríska varaforsetans JD Vance við AfD og breytt samskipti við Trump mörkuðu miklar sviptingar á pólitíska og efnahagslega sviðinu. Að mati Merz mun Þýskaland ekki sleppa við áhrif þessa. Hann fór hann einnig ófögrum orðum um vinstri flokkana á kosningafundi sínum. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz. Ummælin hafa sætt gagnrýni frá Sósíaldemókrötum sérstaklega sem segja að enginn sem vilji verða kanslari allra Þjóðverja tali svona, og sögðu hann haga sér eins og „mini-Trump.“ Welt og Tagesschau. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælast Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósenta fylgi. Næst stærstur mælist Valkostur fyrir Þýskaland (Afd), harðlínu hægri flokkur, með um tuttugu prósenta fylgi. Sósíaldemókratar mælast svo með um fimmtán prósenta fylgi, Græningjar með um þrettán. Die Linke, vinstri flokkur, mælist með um sjö prósent og aðrir mælast um fimm prósent. Um fimmtungur kjósenda sagðist óákveðinn. Vinna ekki með Afd Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. Líklegast þykir að Kristilegir demókratar myndi ríkissjórn með Sósíaldemókrötum verði það hægt. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með Afd. Merz sagði nýlega í viðtali að stuðningur bandaríska varaforsetans JD Vance við AfD og breytt samskipti við Trump mörkuðu miklar sviptingar á pólitíska og efnahagslega sviðinu. Að mati Merz mun Þýskaland ekki sleppa við áhrif þessa. Hann fór hann einnig ófögrum orðum um vinstri flokkana á kosningafundi sínum. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz. Ummælin hafa sætt gagnrýni frá Sósíaldemókrötum sérstaklega sem segja að enginn sem vilji verða kanslari allra Þjóðverja tali svona, og sögðu hann haga sér eins og „mini-Trump.“ Welt og Tagesschau.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira